EnergyCasino»Poker»24 algengustu mistökin í póker

24 algengustu mistökin í póker

Poker
2022 Dec 14 5 min read
article image

Við skulum ekki láta eins og póker sé einfaldur leikur. Hann er flókinn og getur ruglað reyndustu leikmenn jarðarinnar í rýminu. Þú gætir gert fullt af algengum mistökum og unnið en þú gætir einnig tekið allar réttu ákvarðanirnar og samt tapað. Spennan í pókerleik liggur í skörun heppni og leikni, þar sem ákvarðanir þínar og annarra leikmanna ákvarða jafnan örlög þín.

Þrátt fyrir að við viljum meina að við séum aðeins einum sigri frá því að verða næsti Daniel Negreanu þá er einn leikur það eina sem þarf til að stoltið okkar dvíni. Ferðin á toppinn er erfið en mikilvægt fyrsta skref er að halda sig við EnergyCasino og lesa sér til um hvernig forðast má algengustu mistökin í póker. Fylgstu vel með því hvort sem þú sért að spila á netinu eða í spilavíti þá viltu klárlega forðast þessi mistök!

1) AÐ ÆFA SIG EKKI.

Algengustu mistökin í póker eru sennilega þau að vinna ekki markvisst að því að auka reynsluna og þekkinguna þína. Að ná fullum tökum á póker er hægt og rólegt ferli sem krefst ákveðinnar eftirfylgni.

Pókerspilarar sem þrá að ráða yfir senunni reyna að spila nokkrar umferðir þegar tími og peningar leyfa og þessi lúmski kostur mun á endanum borga sig til lengdar. Regluleg þjálfun er það sem aðskilur áhugaleikmenn frá þeim bestu.

2) AÐ PRÓFA EKKI ÓLÍKAR LEIKÁÆTLANIR

Að nota sömu leikáætlun fyrir sömu hendurnar er algjört „giveaway“ fyrir skörpum leikmönnum. Til dæmis gæti það minnkað vinningslíkur þínar að tékka alltaf þegar þú færð veikar hendur. Þetta stafar af því að ef að öflug hönd dettur að lokum í fangið á þér þá seturðu líklega stórt veð — sem væri einmitt vísbendingin um að aðrir leikmenn þurfi að bretta upp ermarnar og bakka út úr umferðinni.

Að prófa ólíkar leikáætlanir er frábær leið til að vera óútreiknanlegur leikmaður. Mundu: póker snýst um að aðlagast að aðstæðum og breytilegum kringumstæðum — þú ættir alltaf að leitast eftir því að villa um fyrir mótstæðingunum þínum.

3) AÐ BLÖFFA STAFLANN ÞINN Í BURTU.

Áður en hugsunin skýtur jafnvel upp kollinum — nei, hvatvís blöff of margra handa er hvorki framkvæmanleg né vænleg leið til að vera óútreiknanlegur. Þó svo að þú gætir fundið að óvarkárt blöff gæti unnið einn eða tvo potta þá munu venjuleg blöff mun ekki angra leikmenn nægilega lengi.

Hafðu í huga að það eina sem þarf til að blöff misheppnist er að einn andstæðingur call-ar þig með betri hendi. Slík útkoma mun ekki aðeins kosta þig fúlgu fjár heldur mun hún einnig afhjúpa blöffáætlunina þína fyrir öðrum. Það er ráðlagt að halda áfram að spila póker þar til þú lærir hvenær og hvernig á að blöffa.

4) AÐ ELTAST VIÐ TAPAÐ FÉ.

Hvort sem það er stórt blöff sem hefur farið úrskeiðis eða óheppileg tapruna gætir þú freistast til að byrja að spila djarflega með því að auka veðmálsstærðirnar, call-a, blöffa og jafnvel endurhækka til að gera pottinn girnilegri — allt í viðleitni til að bæta upp fyrir tapað fé.

Oftar en ekki endar þetta með því að þú tapar enn meiri peningum — öfugt við það sem þú varst í upphafi að reyna að ná. Þú ættir alltaf að nálgast höndina þína eins og hún væri fyrsta höndin, óháð niðurstöðu fyrri handa þinna.

Ef þú hefur þegar tapað umtalsverðu fé er sennilega best að stíga í burtu frá leiknum.

5) VERA VITLAUSU MEGIN VIÐ ÞAÐ AÐ GRÍPA BLÖFF

Texas hold’em leikmenn blöffa við ólíkar kringumstæður. Sumir gætu valið að blöffa aðeins þegar þeir hafa mjög sterka hönd en aðrir gætu kosið að blöffa alls ekki.

Lærðu að lesa hvers konar leikmönnum þú ert að spila á móti þar sem það segir þér hvort þú getir tekið eftir blöffi með góðum árangri og hver er líklegastur til að blöffa með tóma hendi.

Það að vera röngu megin við að grípa blöff þýðir annaðhvort að þú hafir ekki lesið herbergið nægilega vel eða að þú varst einfaldlega óheppinn. Að fylgjast með hegðun annarra er lykillinn að sigri við pókerborð.

6) AÐ VERA ÓÞOLINMÓÐUR.

„Þolinmæði þrautir vinnur allar“. Þetta er sennilega hvað mikilvægasta hugtakið sem á við um alla spilavítisleiki í heiminum. Sér í lagi þegar peningar eru í húfi.

Skyndiákvarðanir munu á endanum minnka vinningstíðnina þína og þar af leiðandi tapa pening og á endanum minnka sjálfsöryggið þitt.

Árangurslaus veðmál – hvort sem það er að falla fyrir blöffi eða víkja fyrir verðmætari höndum – gæti hægt og rólega farið að hafa áhrif á viðhorfið þitt, en það er mikilvægt að líta á hverja hönd eins og nýtt pókerborð að öllu leyti, nema hvað að sömu leikmennirnir eru viðstaddir.

7) AÐ HALDA EKKI TILFINNINGUM ÞÍNUM Í SKEFJUM

Andleg hlið pókerleiks er ekki oft rædd, þar sem meiri athygli er almennt á höndunum.

Í hefðbundnu pókerumhverfi er auðvelt að bera kennsl á þann leikmann sem er að tapa — annað hvort með aðeins of mörgum bitrum athugasemdum eða almennum skorti á pókersiðum.

Á hinn bóginn er fögnuður jafn eyðileggjandi tilfinning. Að vinna pókerhendur gæti leitt til ofurtrausts og of mikið traust mun örugglega leiða til árangurslausra veðmála.

Þrátt fyrir að manneskjur séu tilfinningaþrungnar í eðli sínu tekst bestu leikmönnunum alltaf að halda andlegum leik sínum á bakvið lás og slá.

Þetta er líka hluti af ástæðunni fyrir því að í spilavítum á landi nota pókerspilarar reglulega sólgleraugu, grímur og annan hyljandi fatnað – þar sem þetta gerir þeim kleift að hylja allar tilfinningar.

Því miður geturðu klæðst öllum dulargervum sem þú vilt í netpóker, en leikmenn taka samt eftir vísbendingum um tilfinningalega stöðu þína ef þú ert stöðugt að spjalla eða spila órökrétt.

8) AÐ TAKA SÉR EKKI PÁSUR

Ein algengustu mistökin í spilaheiminum er að taka ekki nægilegan fjölda hléa með reglulegu millibili. Póker er mjög andlega krefjandi leikur sem þreytir jafnvel bestu leikmennina.

Þú ættir að taka þér hlé reglulega eins og hentar þér sem best, eins og tíu mínútna hlé fyrir hverja klukkustund sem póker er spilaður. Samtal um viðfangsefni sem tengist ekki póker er líka frábært tæki til að breyta einbeitingunni og hressa þig við fyrir næsta pókerleik.

9) AÐ FALLA FYRIR BLÖFFUM LEIKMANNA

Pókerborð getur verið vettvangur margra egóstríða milli andstæðinga. Í póker er vissulega ekki óalgengt að fá tapspil í hendurnar og það er enn sjaldgæfara að tapa pottum í gegn sama andstæðingnum.

Í stað þess að fínstilla ákvarðanir þínar til að reyna að bjóða andstæðingnum birginn skaltu halda þig við raunhæfa leikáætlunin og sigur mun að lokum fylgja.

Ef þú ferð að taka eftir því að þú ert að kippast til í gremju þegar tiltekinn andstæðingur spilar, þá er það góð vísbending um að þú verðir að hunsa tilfinningarnar þínar. Ekki gera netpókerspil að egóbardaga í stað vitsmunabardaga.

10) AÐ LÁTA ÞÉR LEIÐAST

Þú gætir verið orðinn þreytt/ur á að folda á forfloppinu eftir að hafa fengið röð af skelfilegum höndum, sem þýðir að freistingin að veðja á fræðilega verra svið handa gæti virst meira aðlaðandi en nokkru sinni fyrr. Þetta er sjaldan góð hugmynd og bankinn þinn mun ekki vera þakklátur fyrir slíka gjörð.

Gott mótefni til að leyfa sér ekki að fara að leiðast er að fylgja leiknum jafnvel eftir að þú foldar. Að fylgjast vel með aðgerðum andstæðinga þinna gæti hjálpað þér í seinni umferðum, þegar það gæti hugsanlega verið komið að þér að spila á móti þeim.

11) AÐ ÞVINGA FLUSH

Ef þú sérð möguleika á að fá flush vonarðu sennilegast að eftir floppið fáir þú flush. Þessi röksemdafærsla er auðvitað ekki alslæm þar sem það að taka pottinn heim með flush hendi er vissulega mögulegt svo framarlega sem enginn annar leikmaður jafnar eða sigrar höndina þína.

Hinsvegar geta hendur sem eiga möguleika á að fá lélega flush hendi tapað gegn betri sambærilegum höndum. Til dæmis gæti verið að það sé ekki þess virði að setja of mikinn pening í pottinn ef þú færð fjarka og fimmu af sömu sort þar sem ýmsar hendur gætu unnið það — fullt hús, fjögur eins spil, straight, flush og royal flush eru fjórir möguleikar sem gætu kostað þig stóru upphæðina sem þú hefur fjárfest í.

Á hinn bóginn gætirðu verið bjartsýnni ef þú færð ás og kóng af sömu sort, jafnvel þó að það sé nánast aldrei trygging fyrir því að vinna í póker.

12) AÐ SPILA STERKAR HENDUR RÓLEGA

Þó svo að það að spila sterkar hendur rólega gætu bara verið þinn leikstíll þá skaltu hafa það í huga að þú gætir verið að sóa vinningsmöguleikum þínum á þann hátt.

Ef þú spilar hægt á sterkri hendi muntu ekki ná að safna saman stærðarinnar potti í lok leiksins eftir floppið. Að vísu er lítill pottur betri en ekkert, en öflug hönd gæti verið þín stund til að skína. Hver veit hvenær pottlíkurnar sveiflast þér í hag aftur?

Að spila sterkar hendur rólega er mjög algengt meðal nýrra leikmanna sem eru oft á varðbergi gagnvart því að það að hækka veðmálið muni leiða til þess að andstæðingar foldi of snemma. Þetta er ekki alslæmt hugarfar en það mun örugglega kosta þig peninga til lengri tíma. Ef þú hefur fengið öfluga hönd er fyrsta skrefið þitt að leggja undir verðmætaveðmál. Eftir það skaltu athuga viðbrögð andstæðinga þinna og bregðast við í samræmi við það.

13) AÐ TAKA ÞÁTT Í AGGRESÍVUM HÆKKUNUM

Að vita hvenær ætti að folda er hæfileiki sem pókerspilari öðlast með reynslu. Nýir nýjir leikmenn hafa tilhneigingu til að calla skyndileg veðmál og hækkanir. Slík tilvik munu kveikja á viðvörunarbjöllum reyndari leikmanna og þeir folda án umhugsunar.

Ef andstæðingur þinn hækkar eftir að hafa tékkað í gegnum forfloppið ættirðu að hafa í huga að þeir gætu hafa fengið- eða verið nálægt því að fá öfluga handasamsetningu.

Mundu: bara vegna þess að höndin þín er góð þýðir það ekki að það er ekki betri hönd við borðið. Reyndar er þetta einmitt það sem er svo heillandi við póker – hvað sem er getur gerst, jafnvel þessi sjaldgæfa útkoma sem næstum aldrei gerist!

14) AÐ VERJA EKKI STAFLANN ÞINN

Þegar pókerleikur hefur staðið yfir um hríð er spilapeningum borðsins sjaldan dreift eins jafnt og áður en leikurinn hófst. Sumir leikmenn gætu setið á gríðarstórum peningastafla á meðan aðrir vandræðast með að vinna sér inn hvaða pott sem þeir mögulega geta.

Ef þú ert í þessari vandræðalegu stöðu er mikilvægt að vera varkár og spila á ábyrgan hátt í stað þess að fara glæfralega all-in.

Ef þú situr aftur á móti á stórum stafla í miðjum leiknum er ekki ráðlegt að vera stríðin/nn og viljandi setja aðra leikmenn í erfiðar aðstæður og blöffa í gríð og erg. Hafðu í huga að þú ert aðeins einum mistökum frá því að tapa dýrmæta staflanum þínum.

15) AÐ HUNSA ÍMYNDINA ÞÍNA

Það er því miður satt að í póker eru andstæðingarnir þínir sífelt að fylgjast með öllu sem þú gerir. Ef þú átt það til að tékka eða folda reglulega munu leikmenn varast það að call-a þegar þú leggur niður stórt veðmál þar sem það er þá nokkuð öruggt að höndin þín sé góð.

Ef þú ert aftur á móti stöðugt að blöffa munu leikmenn hætta að taka mark á stóru veðmálunum þínum og call-a þig í staðinn. Að fylgjast með hreyfingum annarra leikmanna er einnig mjög gáfulegt þar sem það gæti hugsanlega gefið þér forskot á þá í afgerandi potti.

16) AÐ VANVIRÐA STÖÐU SÍNA.

Það er nokkuð auðvelt að eiga það til að spila Fancy Play Syndrome (FPS), sér í lagi ef þú ert fastur í egóstríði á milli margra andstæðinga. FPS er þegar ákvarðanir okkar í póker eru ekki byggðar á gildum og stefnumótandi aðstæðum heldur á löngun til að sýnast djörf, lúmsk og kokhraust.

Góður leikmaður þekkir gildi spilapeninganna sinna og tekur ákvarðanir útfrá verðmæti handarinnar. Það er mikilvægt að þekkja alltaf stöðuna sína og veðja í samræmi við hana, jafnvel þótt sjálfsmynd þín þurfi að taka aftursætið.

17) AÐ LÆRA EKKI AF FYRRI MISTÖKUM

Að gera mistök í póker er hluti af lærdómsferlinu en að gera sömu mistökin aftur og aftur mun mynda andlega hindrun — hindra þig í að bæta leik þinn.

Að skella skollaeyrum við mistökum og óhöppum hjálpar heldur ekki og mikilvægt er að standa við þau og heita því að bæta sig í framtíðinni. Að greina hvað fór úrskeiðis í tapaðri umferð og leggja sig fram við að bæta sig er það sem ryður brautina fyrir sigurstranglegan leikmann.

18) AÐ SJÁ EKKI VEL UM HALLA

Ef þú tapar leik sem þú varst viss um að þú myndir vinna gæti það reitt þig til reiðis þótt hörputónar og öldugangur ómar í bakgrunninum. Þó að pirringur sé skiljanlegur þegar spilaður er póker er grundvallaratriði að stíga frá borðinu — eða tækinu ef þú ert að spila póker á netinu — og koma til baka eftir að þú hefur kælt þig niður. Halli í póker getur verið mjög hættulegur þar sem það getur leitt til slæmra ákvarðana og tapaðs peningastafla.

19) AÐ SPILA PÓKER ÞEGAR MAÐUR ER PIRRAÐUR.

Ákvörðun um að spila póker þegar á kantinn er komið er jafn absúrd og að skurðlæknir fari að vinna handleggsbrotinn. Ein af stærstu mistökunum sem þú gætir gert er að spila póker þegar tilfinningar þínar eru í ójafnvægi annaðhvort vegna atriða sem tengjast lífi þínu fyrir utan borðið eða þátta sem tengjast fyrri pókerspili.

Ef aðstæður lífs þíns hafa komið þér í ójafnvægi eða ef stórt tap á fyrra pókerborði ásækir þig enn skaltu ekki spila póker. Peningastaflinn þinn mun þakka þér fyrir það.

20) EKKI AÐ STOFNA FJÁRHAGSÁÆTLUN.

Það er aldrei gaman að spígspora sigurlaust; það er ekki heldur góð áætlun til að eyða meira en fjárhagur þinn leyfir. Þetta á við um alla peningaleiki þar sem það að veðja pening sem þú átt ekki getur leitt til alvarlega fjárhagsvandræða seinna meir og það er ekki það sem póker snýst um.

Áður en þú spilar póker skaltu setja upp stranga fjárhagsáætlun og ekki halda áfram að spila ef hún fer úrskeiðis. Þú gætir teygt á fjárhagsáætluninni með því að spila við low-stakes borð en jafnvel það gæti tæmt bankabókina þína ef þú átt slæman dag svo vertu á varðbergi og ekki fara yfir mörkin. Mundu: ef þú hefur ekki efni á að tapa meiri peningum, hættu þá að spila.

Löggild spilavíti á netinu hafa mjög víðtækar leiðbeiningar um ábyrga spilun sem þú gætir leitað til ef þú vilt öðlast betri skilning á þessum grundvallarþætti spilamennskunnar.

21) AÐ LEIKA OF LAUSUM HALA.

Leikmenn, sérstaklega nýir, hafa tilhneigingu til að eltast við mjög stórt svið handa þrátt fyrir að þær gætu verið taphendur. Nýir leikmenn sækjast venjulega eftir afþreyingarþætti pókers meira en reyndir leikmenn, sem þýðir að þeir veðja á hendur sem tölfræðilega ólíklegt er að vinni.

Þetta einfaldar ekki leikinn eftir floppið þar sem það mun bara leiða til þess að þú foldir gegn leikmönnum sem eru öruggari með hendurnar sínar. Á meðan á forfloppinu stendur er mikilvægt að meta tölfræðilega gildi handarinnar og eltast aðeins við hana ef þú heldur að það sé þess virði.

22) AÐ SPILA OF ÞÉTT

Þéttur leikmaður, öfugt við lausan leikmann, er mjög á varðbergi gagnvart því að elta hönd nema hún sé ákaflega sterk. Þetta þýðir ekki aðeins að þú munt missa af mjög góðum  tækifærum, heldur mun það einnig gera þig mjög fyrirsjáanlegan fyrir athugula leikmenn.

Ef þéttur leikmaður leggur aldrei undir veðmál er augljóst að hann er með sterka hendi þegar hann leggur að lokum undir veðmál. Sigurgjarnir leikmenn falla einhvers staðar á milli lausra og þéttra spilara, svo vertu viss um að koma á sæmilega fjölbreyttu úrvali handagilda til að veðja á. Þetta mun líka gera ákvarðanir þínar eftir floppið auðveldari þar sem þú munt vita hvort höndin er þess virði að eltast við hana eða ekki og þú munt ekki hika við að folda ef svo er ekki.

23) AÐ CALLA UPP ÚR ÞURRU

Ef þú vilt verða vitni að einum algengustu mistökunum í póker skaltu hoppa á pókerborð með lágum upphæðum á netinu og taka eftir því hversu oft spilarar calla án sterkrar handar. Að calla upp úr þurru er þegar spilari sem á enga peninga í pottinum callar eða hækkar. Þetta er ekki endilega slæm ákvörðun en að calla uppúr þurru með lélega hönd gerir þig viðkvæman fyrir því að tapa í snemmri leikstöðu.

Ef annar leikmaður hækkar aftur eftir callið þitt þarftu annað hvort að calla aftur til að forðast að sóa callinu þínu – jafnvel þó að höndin þín sé ekki sterk, eða folda og gefa frá þér veðupphæðina í pottinum.

Hafðu í huga að þegar leikmaður callar uppúr þurru hefði enginn blinda enn verið sett af þeirra hálfu, sem þýðir í rauninni að það að folda væri kostnaðarlaust á því augnabliki. Aðeins lítið magn handa eru þess virði að calla uppúr þurru og reynslan mun kenna þér hverjar þær eru.

24) AÐ VIRÐA SPILAVÍTISBÓNUSA AÐ VETTUGI

Sérhver pókerspilari hjá EnergyCasino er frjálst að velja úr miklu úrvali af spilavítisbónusum. Áður en þú tekur sýndarsætið þitt við pókerborð skaltu kíkja á síðuna okkar „Kynningar“ til að sjá hvaða bónus er í vændum fyrir þig. Athugaðu að framboð á spilavítisbónus er háð lögsögu spilarans; Verðlaunin geta líka verið mismunandi.

Ef þú vilt fá fjölbreyttari bónusa til að velja úr, vertu viss um að halda þig við pókerborð EnergyCasino örlítið lengur. Dyggustu viðskiptavinum okkar er boðið að taka þátt í VIP-kerfinu okkar, þar sem þú átt rétt á mörgum öðrum bónusum sem geta gert vinningshringina þína verðmætari. Þetta er svo ekki sé minnst á einkaviðburði, forgangsúttektir og þinn eigin VIP stjórnanda til að sjá um leikreynsluna þína í spilavítinu okkar!

EnergyCasino er með leyfi frá bæði Malta Gaming Authority (MGA), sem þýðir að öryggi leikjaupplifunarinnnar þinnar innan spilavítisins okkar á netinu er tryggt.