EnergyCasino»Poker»Póker tegundir

Póker tegundir

Poker
2023 Feb 6 17 min read
article image

Það er sennilega ein mest yfirþyrmandi upplifun nýrra pókerleikmanna að komast að því hve mörg afbrigði af póker eru til. Þetta er málið: þessi uppgötvun þarf ekki að vera yfirþyrmandi!

Það er engin pressa á að læra hverja einustu reglu og hvert einasta póker afbrigði sem til er. Að því sögðu þá mun það hjálpa þér að víkka sjóndeildarhringinn að læra um önnur pókerafbrigði og þar af leiðandi bæta við þekkingu þína á póer almennt.

Leyfðu þessum formála að hugga þig þegar þú uppgötvar vinsælustu pókerleikina hér að neðan. Við munum fjalla um hvernig hver leikur gengur fyrir sig og hver helsti munurinn á milli leikja eru.

HINAR ÞRJÁR ALGENGUSTU GERÐIR PÓKERS

Í þessari færslu munum við fjalla um ýmsa spilaleiki sem falla undir „póker“ reghnhlífarhugtakið. Hvert þeirra fellur undir þrjár aðal gerðir pókers: community card póker, draw póker og stud póker.

COMMUNITY SPILALEIKIR

Sagan á bakvið þetta nafn er sú að notast er við sameiginleg spil. Hlutverk þeirra í pókerleik er að aðstoða leikmenn við að mynda handasamsetningar – þar sem sumar handasamsetningnar krefjast þriggja, fjögurra eða jafnvel fimm spila til að vera gild.

Mikilvægt er að hafa í huga að sameiginlegu spilin eru jú, sameiginleg – þau eru ekki frátekin fyrir neinn ákveðinn leikmann við pókerborðið. Þetta er það sem gerir það erfitt að mynda bestu fimm spila pókerhöndina.

Tveir vinsælustu pókerarnir sem notast við sameiginleg spil eru Texas hold’em og Omaha póker.

DRAW PÓKER

Draw póker er einnig nokkuð vinsæll. Munurinn liggur í því að þau spil sem eru gefin leikmönnum eru falin frá andstæðingnum. Ennfremur geta leikmenn valið að betrumbæta hendurnar sínar með því að skipta út misjafnlega mörgum spilum – þetta er þó alfarið valfrjást og hægt er að sleppa þessum möguleika.

Fimma spila draw og Badugi eru aðeins tveir draw pókerleikir, en það eru vissulega til fleiri útgáfur.

STUD LEIKIR

Skilgreining stud pókers er eitthverstaðar mitt á milli community og draw póker leikja. Í stud leik fá leikmenn blöndu af spilum sem snúa upp og niður í fjölda veðumferða.

Tvæ dæmi um stud póker er Seven-card Stud og Razz.

PÓKER AFBRIGÐI

Þó svo að Texas Hold’em hefur verið í kastljósinu um áraraðir er það ekki endilega uppáhalds leikur allra að eilífu. Að þekkja mismunandi reglur hvers póker afbrigðis gæti verið gott langtíma plan, svo hvers vegna ættirðu ekki að lesa eftirfarandi? Þú gætir fundið fyrir taktbreytingu frá sömu gömlu Texas Hold’em höndunum sem þú hefur verið að spila hvort eð er!

TEXAS HOLD’EM

Önnur nöfn: Texas hold em og hold em.

Við getum ekki annað gert en að byrja þetta með skýringu á Texas hold’em. Texas Hold’em er án efa lang vinsælasta pókerafbrigðið. Það er coommunity póker þar sem leikmenn fá tvö spil og fimm sameiginleg spil eru gefin handa öllum til að deila.

Þessi fimm spil eru ekki öll gefin á sama tíma. Þegar fyrsta veðumferðin er búin eru þrjú spil gefin – kallað „floppið“. Veðumferð fer fram og þar á eftir er annað sameiginlegt spil gefið – kallað „beygjan“.

Fimmta og seinasta sameiginlega spilið (kallað „árspilið“) er gefið eftir enn aðra veðumferð. Seinasta veðumferðin (stundum kölluð „áin“) er kallað „niðurlagið“ og bera þá þeir leikmenn sem eftir standa saman hendurnar sýnar. Besta fimm spila höndin vinnur allann pottinn.

TEXAS HOLD’EM PÓKER HANDARÖÐUN

Handaröðun Texas Hold’em er eftirfarandi, raðað eftir bestu til lélegustu:

  • Royal Flush – Samanstendur af fimm Á-K-D-G-10 spilum í röð og í sömu sort. Royal flush er besta pókerhöndin. Royal flush vinnur allar aðrar hendur og er aðeins hægt að jafna hana með öðru royal flush.
  • Straight Flush – samstendur af fimm spilum í röð og sömu sort – næstbesta höndin. Straight flush sigrar allar aðrar hendur nema royal flush og hærra straight flush.
  • Fjögur eins – einnig kallað ferna og inniheldur fjögur spil með sömu tölu, til dæmis fjórar níur. Þessi hönd vinnur allar aðrar hendur nema royal flush, straight flush eða hærri fernu. Gosaferna sigrar til dæmis níufernu.
  • Fullt hús – samanstendur af þremur eins spilum ásamt pari af annarri tölu. Þrjár áttur og tveir ásar væru til dæmis fullt hús. Aðeins royal flush, straight flush og fernur geta unnið fullt hús. Ef tveir leikmenn hafa fullt hús sigrar sú hönd sem er með hærri spil. Besta leiðin til að fá fullt hús er þegar vasapar er gefið. Vasapör passa nokkuð vel við fullt hús þar sem aðrir leikmenn hafa ekki jafn miklar líkur á því að fá sama fulla húsið.
  • Flush – samanstendur af fumm spilum með sömu tölu en þurfa ekki að vera í röð. Tígultía, -átta, -fimma, -þristur og -tvistur mynda til dæmis flush. Þó svo að flush sé eftirsóknarvert er það alls ekki besta höndin í leiknum þar sem royal flush, straight flush, fernur og fullt hús geta sigrað höndina. Að því sögðu getur flush sigrað straight, þrennu, tvö pör, par og háspil.
  • Straight – samanstendur af fimm spilum í röð í mismunandi sortum. K-D-G-10-9 í mismunandi sortum myndar til dæmis straight flush. Séu spilin af sömu sort væri það straight. Straight sigra þrennur, tvö pör, par og háspil. Hærra straight eða hvaða betri hönd sem er sigrar straight. Þú gætir rekist á hugtakið „Broadway straight“ og á það við bestu mögulegu straight höndina sem er tía upp í ás.
  • Þrenna – þrjú spil með sömu tölu mynda þrennu sem sigrar aðeins þrjár aðrar hendur: tvö pör, par og háspil.
  • Tvö pör – tvö pör samanstanda af tveimur pörum með mismunandi tölur. Til dæmis tveir gosar og tvær drottningar. Tvö pör sigra öll önnur pör og háspil.
  • Eitt par – Par samanstendur einfaldlega af tveimur spilum með sömu tölu, til dæmis tvær drottningar. Eitt par sigrar háspil og í mesta lagi annað, lægra par.
  • Háspil – háspil er versta mögulega höndin. Höndin samanstendur af fimm spilum sem mynda enga af ofangreindum höndum. Háspil sigrar enga hönd nema hendur með lægra háspil.

TEXAS HOLD’EM VEÐTAKMÖRK

Það eru þrjár tegundir af veðtakmörkunum í Texas Hold’em: Limit hold’em, Pot Limit hold’em og No Limit hold’em. Í hverri tegund þurfa leikmenn að fylgja ákveðnum veðreglum sem hrista upp í hefðbundna veðkerfinu í Texas Hold’em.

  • Í Limit Texas Hold’em eru takmörkin tengd veðmálum og því að hækka. Til dæmis leyfir €5 Limit hold’em pókerleikur aðeins 5€ hækkanir í einu. Það þýðir að veðupphæðir leikmanna geta ekki verið á milli 5€ og næsta margfeldi tölunnar fimm, eins og til dæmis €7 og €9. Í þessu veðkerfi geta leikmenn aðeins veðjað €5, €10, €15, €20 og svo framvegis.
  • Í Pot Limit Texas Hold’em tengist veðtakmörkunin verðgildi pottsins og geta leikmenn ekki veðjað meiri pening heldur en potturinn er virði – þetta á við um veðmál og að hækka. Til dæmis myndi €10 pottur þýða að leikmenn geta ekki veðjað meira en €10. Ef þeir ætla að veðja til dæmis €5 hækkar verðgildi pottsins í €15 og er það þá nýja takmarkið. Með þessum hætti breytir potturinn leikflæðinu nokkuð mikið og þar af leiðandi herkænsku leikmanna að auki.
  • Líkt og nafnið gefur í skyn þá er No Limit hold’em takmarkalaus leikur þar sem leikmenn þurfa ekki að fylgja fyrirfram ákveðnum leikreglum. Í þessu kerfi geta leikmenn veðjað eins miklu og spilapeningastaflinn þeirra leyfir.

TEXAS HOLD’EM YFIRLIT

Vinsældir afbrigðis: Mjög vinsælt

Byrjendavænt: Sæmilega einfalt

Einfaldleiki leiks: Sæmilegur

OMAHA HOLD’EM

Önnur nöfn: Omaha hold em, Omaha Hi eða Omaha póker.

Texas hold’em og Omaha hold’em eru svipaðir að mörgu leiti og því höfum við ákveðið að útskýra hann áður en við færum okkur yfir í ólíkari pókerafbrigði.

Í fyrsta lagi þá er stærsti munurinn á Texas og Omaha hold’em sá að hver leikmaður fær fjögur holuspil í stað tveggja og eru veðumferðirnar þar af leiðandi allar eins. Í uppgjörinu bera leikmenn saman hendurnar sínar en aðeins ákveðnar samsetningar holuspila og sameiginlegra spila eru samþykkt. Leikmenn verða að nota að minnsta kosti tvö holuspil til að mynda lokahöndina.

VEÐUMFERÐIR

Þegar á heildina er litið er leikflæði Omaha pókers ekki flókið fyrir nýja leikmenn til að átta sig á, sér í lagi ef þeir hafa reynslu af Texas hold’em. Hin tvö þvinguðu veðmál (stóra og litla blindan) eru lögð í því sem er kallað „for-flopp“. Þar á eftir eru fyrstu þrjú sameiginlegu spilin gefin.

Önnur veðumferðin hefst og þar á eftir ákveða þeir leikmenn sem eru eftir hvað þeir vilja gera. Þriðja veðumferðin hefst síðan og fjórða sameiginlega spilið er gefið. Þegar fimmta og seinasta sameiginlega spilið er gefið hefst seinasta veðumferðin og leikmenn sem eru enn við borðið afhjúpa hendurnar sínar.

Munduð: leikmenn verða að nota að minnsta kosti tvö af sínum eigin spilum til að mynda lokahöndina. Hér er dæmi: hönd sem samanstendur af s5-tÁ-tD-s3 og borðið er tilbúin-s3-t6-t9-tG hefur myndað flush með ás sem hæsta spilið þar sem tvö af fjórum holuspilunum hafa verið notuð til að koma á móts við sameiginlegu spilunum fimm.

OMAHA HOLD’EM YFIRLIT

Vinsældir afbrigðis: Vinsælt

Byrjendavænt: Sæmilega einfalt

Einfaldleiki leiks: Einfalt

OMAHA HI-LO

Omaha Hi-Lo er eitt áhugaverðasta pókerafbrigðið. Það er aðallega vegna þess að það er split-pot leikur. Það þýðir að í uppgjörinu er hálfur potturinn veittur sterkustu fimm spila höndinni og afgangurinn er gefinn lélegustu fimm spila höndinni.

Afbrigðið nýtur mikilla vinsælda allskyns pókerleikmanna og Omaha Hi-Lo deilir þáttum með bæði Texas og Omaha hold’em. Eini munurinn er hið ofangreinda.

Allar veðumferðir fara fram rétt eins og í Texas og Omaha hold’em, en leikmenn verða að nota tvö af fjórum holuspilunum ásamt hvaða þremur sameiginlegu spilunum til að mynda hönd.

OMAHA HI-LO YFIRLIT

Vinsældir afbrigðis: Nokkuð vinsælt

Byrjendavænt: Sæmilega

Einfaldleiki leiks: Einfalt

FIMM SPILA OMAHA

Líkt og nafnið gefur til kynna þá er fimm spila Omaha spilað með fimm holuspilum í stað fjögurra spila líkt og í öðrum Omaha afbrigðum. Reglan á bakvið að mynd hönd er sú sama: leikmenn verða að nota tvö af fimm holuspilunum ásamt einhverju af þremur spilunum á borðinu.

Auka holuspilið er það sem breytir leiknum þar sem það veitir möguleika á fleiri handasamsetningum og þar af leiðandi fleiri möguleika til að mynda góðar hendur! Leikmenn sem fíla að fá oft góðar hendur velja í raun oft fimm spila Omaha ef hann stendur til boða í netpóker herbergjum.

Einn stærsti gallinn við fimm spila Omaha er sá að hann krefst nokkuð mikils fjármagns og stáltaugar til að spila hann. Það er vegna þess að hinn miklu fjöldi sterkra handa gerir leikinn nokkuð brothættann og leikmenn geta unnið og tapað í gríð og erg.,

FIMM SPILA OMAHA YFIRLIT

Vinsældir afbrigðis: Vinsælt

Byrjendavænt: Sæmilega

Einfaldleiki leiks: Einfalt

FIMM SPILA DRAW

Fimm spila draw er einnig vinsæl útgáfa af póker sem er verðug útskýringa. Líkt og í Texas Hold’em inniheldur fimm spila draw tvö þvinguð veðmál í gegnum stóru og litlu blinduna til að koma leiknum af stað. Þar á eftir fá leikmenn fimm spila hönd.

VEÐUMFERÐIR

Fyrsta veðumferðin líkist einnig Texas Hold’em þar sem leikmenn hafa möguleikann á að folda, call-a eða hækka áður en næsta umferð leiksins hefst. Leikmenn hafa svo möguleikann á því að farga hvaða spilum sem er sem þeir hafa fengið gefin. Þessum spilum er skipt út af dílernum og önnur veðumferð hefst.

Þegar annarri veðumferðinni er lokið hefst uppgjörið. Á þessu stigi bera leikmenn saman hendurnar sínar. Besta fimm spila höndin vinnur pottinn. Skuli leikmaður veðja og enginn annar call-ar vinnur sá leikmaður pottinn án þess að þurfa að bera höndina sína við hendur annarra.

Á heildina litið svipar fimm spila draw Texas hold’em á fleiri en einn vegu – mestu líkindin er staðreyndin að í honum eru sömu hendurnar. Það er auðvelt að læra þetta pókerafbrigði og það er ákaflega gaman að spila það. Þar af leiðandi er það heillandi valkostur fyrir pókerleikmenn sem vilja færa út kvíarnar og finna sér ný pókerafbrigði.

FIMMA SPILA DRAW YFIRLIT

Vinsældir afbrigðis: Ekki vinsælt

Byrjendavænt: Sæmilega einfalt

Einfaldleiki leiks: Einfalt

SJÖ SPILA STUD

Einn elsti pókerleikur allra tíma er enginn annar en sjö spila stud. Sagt er að þessi pókerleikur hafa verið fundinn upp um miðja 19. öld og þó svo að vinsældir hans hafa hrakað undanfarna áratugi verður sjö spila stud ávalt sígildur leikur sem laðar að harðkjarna aðdáendur leiksins.

Byrjum á grunnatriðunum. Sjö spila stud er leikur með sameiginleg spil þar sem leikmenn fá sín eigin sjö spil – sem er ástæðan fyrir því að í mesta lagi átta manns geta spilað leikinn. Besta fimm spila höndin vinnur pottinn, svipað og í Texas Hold’em.

VEÐUMFERÐIR

Sjö spila stud hefst án þvingaðra veðmála. Þegar leikmenn leggja niður upphafsveð við upphaf handarinnar fá þeir tvö holuspil og eitt spil sem sn´´ upp á við. Leikmaðurinn með versta spilið sem snýr upp á við verður að leggja niður það sem er kallað „bring-in bet“, sem er einfaldlega þvingað veðmál.

Bring-in (leikmaðurinn sem setur niður þvingaða veðmálið) byrjar umferðina með því að láta niður lágmarksveðmálið eða hvaða veðmál innan fyrirfram ákveðnu veðtakmarkanna. Það er alltaf hægt að folda.

Í næstu umferð er fjórða spilinu sem er snúið upp á við gefið hverjum leikmenn sem er enn að spila, en í þetta skipti er það leikmaðurinn með besta spilið sem snýr upp á við sem byrjar. Á þessum tímapunkta hafa allir virkir leikmenn fjögur spil sem snúa upp á við og tvö holuspil. Leikmenn sem hafa enga hönd folda venjulega á þessum tímapunkti þar sem það er ólíklegt að þeir muni geta spilað í uppgjörinu.

Fimmta og jafnframt seinasta veðumferðin (kölluð „ár veðumferðin“) er þegar leikmaðurinn með bestu fimm spila höndina vinnur pottinn samkvæmt hefðbundnum pókerhanda röðunum. Þar sem sjö spil eru gefin hverjum leikmanni geta leikmenn einungis notað fimm spil til að búa til bestu höndina sína.

Annað mikilvægt atriði sem ber að varst er að í sjö spila stud eru sortir mikilvægar þegar kemur að því að ákveða bring-in. Röð sorta er eftirfarandi (byrjar á besta og endar á versta): spaði, hjarta, tígull og lauf.

SJÖ SPILA STUD YFIRLIT

Vinsældir afbrigðis: Ekki vinsælt

Byrjendavænt: Sæmilega

Einfaldleiki leiks: Sæmilegur

RAZZ

Razz er enganvegin eins vinsælt og aðrir pókerleikir, en skemmtanagildi hans er klárlega til staðar þegar þú hefur áttað þig á hugmyndinni á bakvið leikinn. Razz er þekkt sem lowball útgáfan af sjö spila stud og liggur munurinn í röðun handanna.

Svona er höndum raðað í Razz:

  • Ásar eru enn hæstu spil leiksins, en þeir eru alltaf álitnir lægsta spilið.
  • Straight og flush teljast ekki til handar
  • Aftur á móti teljast pör sem hönd.

Þetta þýðir að því lægra sem spil er því betra er það. Hendur notast þar með við lægstu spilin sín. Til dæmis væri 2-4-7-10-G kallað lág átta.

Að vísu er erfitt fyrir leikmenn að venja sig á þetta kerfi ef þeir hafa eingöngu verið að spila Texas Hold’em, en með tímanum venst það að telja lægstu spilin.

VEÐUMFERÐIR

Umferðirnar í Razz eru nánast alveg eins og í sjö spila stud. Leikmaðurinn sem gerir fyrst er sá sem er með hæsta spilið (versta spilið) á meðan leikmaðurinn með lægsta spilið (besta spilið) byrjar leikinn í seinni umferðum. Þegar skylduveðin hafa verið lögð niður eru spilin gefin og leikurinn hefst.

Heiti umferðanna eru töluvert öðruvísi í Razz aftur á móti. Fyrsta veðumferðin er kölluð „þriðja gatan“ þar sem á þeim tímapunkti hafa leikmenn fengið þrjú spil: tvö holuspil og eitt spil sem snúr upp á við.

Líkt og við höfum áður tekið fram byrjar sá leikmaður sem er með lægsta spilið og ef tveir leikmenn eru með sama versta spilið ræður sortin hver ræður. Þegar þetta hefur verið ákveðið borgar leikmaðurinn bring-in veðmálið og restin af leikmönnunum geta gert.

„Fjórða“ gatan er þegar leikmenn með besta spilið gera fyrst þegar annað spil sem snýr upp á við er gefið. Á þessum tímapunkti munu virku leikmenn borðsins hafa tvö spil sem snúa upp á við og tvö holuspil. „Fimmta“ gatan býr yfir sama veðkerfi þegar annað spil sem snýr upp á við hefur verið gefið. Sama gildir um „sjöttu“ götuna.

„Sjöunda“ gatan er seinasta veðumferðin í Razz. Þá er holuspil gefið seinustu virku leikmönnum borðsins. Séu fleiri en einn virkur leikmaður ákvarðar uppgjörið sigurvegarann.

Eitt sem margir leikmenn kvarta yfir í Razze er að það er nokkuð erfitt að reikna út verstu og bestu hendurnar. Þar að auki er yfirleitt ekki hægt að ákveða bestu lágu höndina án þess að vera virkur í seinni umferðunum. Þar af leiðandi kostar það þig gjarnan meira en það er þess virði.

Razz hefur þó lag á því að skera sig út frá hinum mikla fjölda pókerafbrigða – kostur sem nokkuð aðlaðandi fyrir pókerleikmanni sem hefur fengið leið á hinum hefðbundnu póker leikjum.

RAZZ YFIRLIT

Vinsældir afbrigðis: Ekki vinsælt

Byrjendavænt: Erfitt

Einfaldleiki leiks: Erfitt

BADUGI

Badugi fellur undir „draw póker“ reghnhlífarhugtakið þar sem leikmenn geta skipt út spilum með það að markmiði að búa til bestu mögulegu höndina. Þessi leikur er ólíkur öðrum ekki einungis sökum handaröðuninnar heldur einnig vegna þess að hendur eru settar saman öðruvísi. Í Badugi er markmið leikmannsins að mynda lægstu mögulegu fjögurra spila höndina með mismunandi sortum.

Í þessum pókerleik eru ásar lágir og sortir eða pöruð spil passa ekki við höndina okkar. Það er að segja þau vinna gegn leikmanni sem reynir að setja saman lægstu mögulegu höndina. Til dæmis er T6-H5-L3-S2 kallað „six high hand“ og er talin nokkuð góð hönd í þessum pókerleik. Sexa er hæsta spilið og sortirnar eru allar ólíkar.

VEÐUMFERÐIR

Þessi pókerleikur hefst rétt eins og hvert annað Texas Hold’em eða Omaha afbrigði þar sem litla og stóra blindan er sett af leikmanni beint til vinstri við takkann og hinir tveir vinstra megin við takkann, í þeirri röð.

Þar sem ekki eru sameiginleg spil eru orðin „forflopp“ og „flopp“ ekki notuð. Það eru samtals fjórar veðumferðir í Badugi og þar af eru þrjár þeirra umferðir þar sem er dregið. Fjörið hefst fyrir alvöru þegar leikmönnum er gefið fjögur holuspil. Síðan hefst fyrsta veðumferðin.

Þegar öll for-dráttar veðmálin hafa verið gerð ákveða leikmenn hvort þeir ætli að farga þeim spilum sem þeim þykir ekki nægileg góð fyrir höndina sem þeir eru að leitast eftir – það er meira að segja hægt að henda öllum fjórum spilunum! Leikmenn geta síðan dregið eins mörg spil úr bunkanum og þeir hafa hent eða einnig „pattstaðið“, sem þýðir að farga engum spilum.

Þrjár veðumferðir eru í eftirdrættinum og tækifæri til að draga fylgir tveimur þeirra. Uppgjör fylgir lokaumferðinni og bera þá leikmenn saman hendurnar sínar. Mundu: lægsta mögulega fjögurra spila pókerhöndin sem notfærir sér mismunandi sortir vinnur.

ERFIÐLEIKAR VIÐ BADUGI

Það eru tveir stórir gallar við Badugi. Í fyrsta lagi er Badugi þokkalega nýleg uppfinning sem á rætur að rekja til níunda áratugarins.

Það þýðir að það gæti verið erfitt að finna leikinn í netpóker útgáfu. Þú gætir þó fundið hann í blönduðum pókerleikjum eða pókermótum.

Annar gallinn sem leikmenn kljást við í Badugi er að það er frekar erfitt að venjast því. Hendur eru ekki einungis gerðar með fjárum spilum ólíkt fimm spilum eins og gengur og gerist, heldur spila sortir einnig stóran hlut í handasamsetningunum. Badugi er nokkuð óþjált þar sem það eru svo mikið ólíkt hefðbundnum pókerreglum.

BADUKI SAMANTEKT

Vinsældir afbrigðis: Ekki vinsælt

Byrjendavænt: Erfitt

Einfaldleiki leiks: Erfitt

2-7 (TVIST TIL SJÖU) TRIPLE DRAW

Hér höfum við ákaflega merkilegan pókerleik sem er bæði undarlegur og sérlega skemmtilegur. Nafnið veitir vísbendingu um það hvernig þessi pókerleikur gengur fyrir sig: 2-7 triple draw.

Tvist-sjöu höndin, sem er sú versta í Texas Hold’em, er trompið (og besta mögulega höndin) í leiknum. Í rauninni eru hendurnar í akkúrat öfugri röð við hendurnar í Texas Hold’em.

Til dæmis er Á-2-3-4-6 ekkert sérlega góð hönd í þessum pókerleik þar sem ásarnir eru alltaf háir. Þar af leiðandi myndi hönd eins og 2-3-4-5-7 vinna þessa hönd.

Þar sem 2-7 tripla draw fellur þar að auki undir „dráttar“ flokk pókerleikja geta leikmenn skipt út spilum eins og þeim sýnist þar sem það eru engin sameiginleg spil.

VEÐUMFERÐIR

Tvist-sjöu triple draw inniheldur tvö þvinguð veðmál í gegnum stóru og litlu blinduna til að koma fjörinu af stað. Þar á eftir fá leikmenn fimm spila hönd.

Þessi pókerleikur hefst rétt eins og hver annað Texas Hold’em eða Omaha afbrigði þar sem litla og stóra blindan er póstuð af leikmanninum beint til vinstri við takkann og hinir tveir vinstra megin við takkann, í þeirri röð.

Þar sem ekki eru sameiginleg spil eru orðin „forflopp“ og „flopp“ ekki notuð. Leikurinn hefur fjórar veðumferðir og þar af eru þrjár þeirra umferðir þar sem er dregið. Fjör leiksins hefst svo þegar leikmönnunum hefur verið gefið holuspilin fimm. Síðan hefst fyrsta veðumferðin.

Þegar öll fordráttar veðmálin hafa verið gerð geta leikmenn ákveðið að farga þeim spilum sem þeim þykir ekki nægilega góð til að mynda höndina sem þeir eru að eltast við. Það er hægt að farga öllum spilunum!

Leikmenn geta síðan dregið eins mörg spil úr bunkanum og þeir hafa hent eða einnig „pattstaðið“, sem þýðir að farga engum spilum.

Þrjár veðumferðir eru í eftirdrættinum og tækifæri til að draga fylgir tveimur þeirra. Uppgjör fylgir lokaumferðinni og bera þá leikmenn saman hendurnar sínar.

2-7 triple draw er ólíkt hefðbundnum póker á einstakan máta án þess að vera of flókið. Þegar þú hefur áttað þig á því að lægsta fimm spila höndin vinnur verður þessi leikur mjög skemmtilegur. Það er ákveðið ferli að ná tökum á honum en það getur tekið mislangan tíma fyrir fólk.

2-7 (TVIST TIL SJÖU) TRIPLE DRAW SAMANTEKT

Vinsældir afbrigðis: Ekki vinsælt

Byrjendavænt: Einfalt

Einfaldleiki leiks: Einfalt

SHORT DECK

Önnur nöfn: Short Deck póker og Six Plus póker.

Líkt og nafnið gefur til kynna þá er Short Deck spilað með minni bunka – 36 spil til að vera nákvæm. Þar af leiðandi breytir leikurinn töluvert flæðinu í samanburði við hefðbundna pókerleiki. Þessi eiginleiki var reyndar nokkuð algengur áður fyrr en er ekki algengur í mörgum afbrigðum nú til dags.

Það þarf ekki mikið til svo að Short Deck veiti gjörólíka pókerupplifun í samanburði við leikina sem við höfum minnst á hingað til. Spilin sem vantar eru tvistar upp í fimmur af öllum sortum. Þar af leiðandi eru ásar notaðir til að búa til Á-6-7-8-9 straight í stað Á-2-3-4-5 hefðbundins pókers.

VEÐUMFERÐIR

Short Deck notast við sameiginleg spil og fá leikmenn tvö spil og fimm sameiginleg spil eru gefin.

Þessi fimm spil eru ekki öll gefin á sama tíma. Þegar fyrstu veðumferðinni er lokið eru þrjú spil gefin. Veðumferð á sér stað og þar á eftir er annað sameiginlegt spil gefið.

Fimmta og seinasta sameiginlega spilið er gefið eftir enn aðra veðumferð. Loka veðumferðin er þegar seinustu virku leikmennirnir bera saman hendurnar. Besta fimm spila höndin vinnur allann pottinn.

Vinsældir Short Deck eru að færast í aukanna og eru aðdáendur þessa frábæra leik afar ánægðir með þessar auknu vinsældir. Þessi pókerleikur er að verða sífellt vinsælli þó svo hann sé nokkuð sjaldgæfur í pókerherbergjum en hann gæti látið sjá sig fljótlega í pókerherberginu þínu ef hann er ekki kominn enn sem komið er.

Það eru ekki margir mögulegir gallar við Short Deck sem vert er að taka fram. Þegar þú venst því að spil frá tvistum til fimma vantar í þennan pókerleik kemstu upp á lagið með nýju og betrumbættu líkurnar á því að fá frábæra hönd. Að sjálfsögðu er það tvíeggja sverð þar sem aðrir leikmenn geta einnig fengið góðar hendur!

SHORT DEKK SAMANTEKT

Vinsældir afbrigðis: Ekki vinsælt

Byrjendavænt: Sæmilega

Einfaldleiki leiks: Sæmilegur

KÍNVERSKUR PÓKER

Einn allra vinsælasti pókerleikurinn er kínverskur póker. Í honum fá leikmenn hvorki meira né minna en þrettán spil í stað tveggja, fjögurra eða fimm spila eins og gengur og gerist.

Í kínverskum póker þurfa leikmenn að skipta spilunum 13 upp í þrjár mismunandi hendur: 2 sem samanstanda af 5 spilum og eina sem samanstendur af 3 spilum. Markmiðið er að fá hæstu hendurnar í hverri hönd.

Þar sem leikmenn fá 13 spil er yfirleitt ekki pláss fyrir meira en fjóra leikmenn í leiknum.

Þegar leikmenn raða spilunum sínum í mismunandi hendur geta leikmenn „gefist upp“ eða spilað höndinni/höndunum. Að því lokni eru hendurnar bornar saman og stigin ákvarða sigurvegarann.

LEIKREGLUR

Hér eru þrjár helstu reglurnar í kínverskum póker:

  • Uppgöf: Þessi regla er valfrjáls og er fyrirfram ákveðin áður en leikurinn hefst. Að gefast upp er þegar leikmaður greiðir fasta fjárhæð (samkvæmt upprunalega dílnum) ef þeir tapa tveimur til þremur höndum og enda ekki á því að spila gegn andstæðingum.
  • Villa: Ef spil eru gefin í vitlausri röð verða leikmenn að greiða öðrum leikmönnum sömu upphæð og ef þeir hefðu tapað öllum þremur höndunum sínum (fyrir utan leikmenn sem hafa gefist upp).
  • Beinn sigur: Beinn sigur eru gefinn þegar leikmaður fær þrjú straight eða þrjú flush í höndunum þremur. Leikmaðurinn vinnur í slíkum uppákomum óháð því hvaða hendur aðrir leikmenn eru með.

Á heildina litið er kínverskur póker nokkuð sérkennilegur pókerleikur. Hinir ótal kostir leiksins laða leikmenn léttilega að sér en fælir þá einnig frá sér. Frá árinu 1996 hefur World Series of Poker hætt að bjóða upp á kínverskan póker.

Ennfremur er stigakerfið nokkuð flókið nema töluverður metnaður fer í að læra og skilja það.

Það sem við höfum fjallað um hérna er rétt svo toppurinn á ísjakanum þegar kemur að smáatriðum leiksins en gefur ágætis dæmi um hvernig leikurinn gengur fyrir sig. Þó svo að kínverskur póker sé með flóknari pókerafbrigðunum getur hann þó verið skemmtilegur fyrir þá leikmenn sem taka sér nægilegan tíma til að skilja hann.

SAMANTEKT KÍNVERSKS PÓKERS

Vinsældir afbrigðis: Ekki vinsælt

Byrjendavænt: Erfitt

Einfaldleiki leiks: Erfitt

BESTU PÓKERAFBRIGÐIN

Svo hver eru bestu pókerafbrigðin? Blandaðir pókerleikur, stud leikir eða jafnvel bara hinn sígildi Texas Hold’em?

Það er ekki beint til einfalt svar við þeirri spurningu, sér í lagi þegar svo mörg afbrigði af póker eru í boði. Að því sögðu ætlum við að reyna að setja saman lista yfir þrjár bestu pókerleikina útfrá skemmtanagildi og einfaldleika.

  1. Texas Hold’em: Sígilda hold’em er vinsælasta afbrigði pókers af ýmsum ástæðum. Hann er ekki einungis einfaldur heldur sérlega skemmtilegur.
    Leikurinn tvinnar saman heppni og hæfni en leggur meiri áherslu á hið síðarnefnda með hverri hönd sem er spiluð. Ennfremur finnst Texas Hold’em í öllum pókerherbergjum sem þú heimsækir og er einnig til staðar í öllum helstu pókermótunum um heim allann.
  2. Omaha Hi-Lo: Þessi gerð pókers er einstaklega skemmtileg sökum þess að pottinum er skipt í tvennt: bestu og verstu höndina.
    Þar af leiðandi laðar Omaha Hi-Lo að sér ólíka pókerleikmenn sem er ekki algengt í póker. Leikmennirnir eru ekki allir að reyna að gera það sama, þ.e.a.s. að mynda bestu fimm spila höndina. Þess í stað gæti helmingur borðsins verið að reyna að fá lægstu höndina og eiga þar af leiðandi jafnan séns á að vinna hluta pottsins.
  3. Short Deck: Þar sem tvistar og upp í fimmur vantar í stokkinn veitir Short Deck möguleika á mjög góðum höndum – fullkominn kostur fyrir leikmenn sem fíla að rekast oftar á góðar hendur. Short Deck er þar að auki sífellt að vaxa í vinsældum sem þýðir að hann mun láta sjá sig oftar í pókermótum með tímanum.

Á heildina litið er hver af ofangreindum afbrigðum best að okkar mati þegar kemur að því hve auðvelt er að læra þau og hve skemmtileg þau eru. Restin af afbrigðunum gætu vel verið eins skemmtileg og þessi afbrigði þó þau krefjist klárlega frekar heimavinnu svo hægt sé að bera þau við þessi þrjú afbrigði.

Áður spilað er fjárhættuspil er mikilvægt að gera sér fyllilega grein fyrir pókerreglum leiksins sem þú ætlar þér að spila og kynna sér bestu leiðirnar til að spila.

VINSÆLUSTU PÓKERAFBRIGÐIN

Hversvegna ættirðu að læra pókerleik sem nánast enginn spilar?

Það er afar góður punktur. Að læra hvernig maður spilar póker getur verið langt og strangt ferli og það væri hálfgerð synd að geta ekki nýtt sér færnina og þekkinguna sína þegar kemur að því að spila.

Hér eru vunsælustu pókerafbrigðin:

  1. TEXAS HOLD’EM
  2. Omaha Hi
  3. Short Deck
  4. Fimm spila Omaha
  5. Hestur

Vertu viss um að fylgjast með blönduðum mótum ef þú vilt skoða leiki sem eru ekki eins vinsælir. Í þeim eru spilaðir blandaðir leikir handa aðdáendum mismunandi pókerafbrigða

SPILAÐU PÓKER Í ENERGYCASINO

Hvort sem þú sért að leita þér að netpóker eða live póker þá þarftu ekki að leita lengra en EnergyCasino. Við erum með tugi pókerleikja í safninu okkar, þar með talið nokkrar Texas Hold’em útgáfur og fjölda annarra áhugaverðra orða handa þér. Svo erum við með aragrúa live póker afbrigða. Flest þeirra eru þróuð af Live Casino risum líkt og Evolution Gaming, Pragmatic Play og BetGames.

Ef þú ert að leitast eftir því að skipta um gír og prufa aðra netleiki þá sjáum við um þig. Skoðaðu safnið okkar til að uppgötva hundruði borðleikja, þar á meðal eru sígildir leikir líkt og live rúlletta, live blackjack og live baccarat auk glænýrra afbrigða með einstökum hliðarveðmálum og mögnuðum verðlaunum.

En þetta er ekki búið! Ef þu smellir á „Mót“ hlutann færðu lista yfir nýjustu viðburðina, áskoranirnar og mótin sem fara fram hjá EnergyCasino og verðlaunin gætu verið peningur eða jafnvel EnergySpins!

ÆFÐU PÓKERLEIKINN ÞINN MEÐ ENERGYCASINO BLOGGINU

Seinast en ekki síst skaltu ekki gleyma að kíkja reglulega á EnergyCasino bloggið en þar gætirðu fundið upplýsingar sem gætu aðstoðað þig að vinna nokkra leiki í póker!

Rithöfundarnir okkar ná yfir ýmis viðfangsefni, meðal annars blackjack, rúllettu, baccarat, netspilakassa og margt fleira. EnergyCasino bloggið getur þjónað sem helsta uppspretta veðráðgjafar og áhugaverðra leikáætlana – og allt er sett saman á einfaldan en skemmtilegan máta.