EnergyCasino»Spilakassa»Ábendingar og brellur fyrir spilakassa

Ábendingar og brellur fyrir spilakassa

Spilakassa
2022 Dec 15 11 min read
article image

Þó svo að það sé gaman að spila netspilakassa þá er engin ástæða fyrir því að reyna ekki að spila á eins skilvirkan hátt og hægt er.

Í þessari færslu munum við ekki bara skoða eina spilakassa leikáætlun heldur munum við fjalla um fjölmörg sniðug ráð og brögð til að fá sem mest út úr snúningunum þínum. Þegar þú hefur hámað í þig þessa fróðleiksmoli munum við segja þér hvar er best að prófa að spila netspilakassa.

Sem fyrirvari eru þessar ábendingar um spilakassa ekki til þess fallnar að gefa þá ranghugmynd að það sé hægt að „vinna spilakassa á skilvirkan hátt“ eða auka almennt vinningslíkur þínar. Flest af því sem við höfum fjallað um gagnast til að teygja á sjóðnum þínum eins mikið og hægt er og hjálpa þér að forðast algeng mistök.

1) SPILAÐU ÓKEYPIS LEIKI.

Það skiptir ekki máli hvort þú ert algerlega nýr í spilakössum eða ekki; allir spilakassaleikmenn ættu að prófa prufu útgáfa áður en þeir spila alvöru leikinn.

Flestir netspilakassar bjóða upp á prufuútgáfu sem er afrit af leiknum sem hægt er að spila ókeypis. Þú færð sýndarpeninga til að snúa hjólunum án endurgjalds — upphæðin er ákvörðuð af leikjaframleiðandanum — og ef hún klárast er nóg að endurhlaða síðuna og reyna aftur.

Þar sem mistök í spilakössum gætu kostað þig fúlgu fjár þá eru prufur fullkomin leið til að skilja leikinn og prófa hann án þess að það sjái á bankareikningnum þínum.

Að því sögðu þá eru prufur ekki endilega í boði í öllum leikjum og ekki er hægt að vinna alvöru pening í þeim. Til þess þarftu að borga fyrir alvöru spilakassa.

Þú gætir þurft að skrá þig og ljúka staðfestingarferlinu til að fá aðgang að sýnishornum en það fer eftir lögumdæminu þínu. Í þeim tilvikum þar sem staðfestingar er ekki krafist getur verið að þú getir spilað sem gestur.

2) LEIKA VIÐEIGANDI EININGAR.

Oftar en ekki er mótsagnakennt að eltast við stóran vinning þar sem þú munt eyða meiri pening en þú munt þéna til lengdar. Þrátt fyrir að það gæti virst áhugaverður kostur að velja verðhærri spilakassa skaltu hafa í huga að hámarksveðmál þeirra eru yfirleitt mjög há samanborið við aðrar spilakassa.

Verðlægri veðmál eru skynsamlegasti kosturinn ef þú ert að leitast eftir því að teygja á bankareikningnum þínum eins mikið og mögulegt er. Þó að lítil veðmál munu ekki þéna mikinn pening munu þau veita lengri skemmtun en stór veðmál munu gera. Það er mikilvægt að finna nákvæmlega það sem þú ert að leita að þegar þú spilar spilakassa og velur veðmálsstærðina þegar þú hefur áttað þig á því.

3) EKKI BÍÐA EFTIR SIGURGÖNGU

Ef þú hefur einhvern tíma heyrt um „sunk-cost fallacy“ þá munt þú vita nákvæmlega hvað þetta ráð fjallar um. Með von um að spilakassar borgi þér til baka það sem þú hefur tapað er óviturlegt þar sem hver snúningur er algjörlega tilviljanakenndur og tekur ekki tillit til fyrri niðurstaðna.

Allir löggiltir spilakassar virka þannig að þeir nota slembitölugjafa til að slemba hverri útkomu (e. „random number generator“). Það sem þetta þýðir er að í tengslum við spilakassa eru slembitölugjafar hannaðir til að búa til handahófskennda snúninga sem sýna alls ekki neitt mynstur.

Niðurstaðan er sú að í stað þess að eltast við sigurgöngu væri gott að taka sér hlé og spara fjárhaginn fyrir annan dag. Slembitölugjafinn tekur því miður ekki tillit til fyrri hagnaðar eða taps í leiklotunni þinni svo það að búast við því að leikurinn borgi þér til baka það sem þú hefur tapað er gagnslaust.

4) LESTU UMSAGNIR UM SPILAKASSALEIKI

Nú á dögum eru ekki aðeins umsagnir um spilakassaleiki algengar heldur eru heilar vefsíður sem einblína á að skrifa og birta vandaðar og vel rannsakaðar umsagnir. Notaðu þetta þér til hagsbóta og rannsakaðu leikinn sem þú ert að fara að spila áður en þú byrjar að spila.

Flestar alvarlegar umsagnir um leikina taka til alls, allt frá bónuseiginleikunum til þess hversu mikið hvert og eitt tákn borgar. Reyndir spilakassa leikmenn vita að það að fletta í gegnum nokkrar umsagnir um leiki áður en þeir prófa spilakassa mun út af fyrir sig hjálpa þeim að spara tíma og peninga. Það sem meira er: sumar umsagnir stinga einnig upp á svipuðum spilakössum fyrir leikmenn sem njóta viðkomandi spilakassa þema.

5) FORÐASTU ÍSKYGGILEGAR ÁBENDINGAR.

Internetið er fullt af ekki einungis ólögmætum netspilavítum heldur einnig varhugaverðar ráðleggingar sem ætlað er að afvegaleiða þig með ískyggilegum ráðum. Þú gætir fundið beinlínis kjánalega örugg ráð um hvernig á að vinna á spilakössum, hvernig á að byrja að vinna peninga í lausum spilakössum og aðrar falskar upplýsingar sem munu aðeins enda öfugt við það sem þú ert að reyna.

Í lögmætum og fullgildum spilavítum er hver og einn spilakassi að fullu prófaður og staðfestur til að tryggja handahófskennda snúninga Þar með er alls ekki til nein raunveruleg aðferð til að vinna í spilakössum og þess vegna ætti algjörlega að líta fram hjá þeim villandi ráðum sem við nefndum hér að ofan.

6) UPPGÖTVAÐU ÁKJÓSANLEGAN BREYTILEIKA SPILAKASSA

Vídeóspilakassar skiptast í marga flokka og einn þeirra er breytileiki, eða afbrigði. Breytileiki spilakassa vísar til heildar erfiðleikann við að landa vinningssamsetningu þar sem lágir spilakassar greiða oft fyrir litlar útborganir á móti háum spilakössum sem greiða sjaldnar en hærri upphæðir. Miðlungs spilakassar falla einhvers staðar þarna á milli.

Að mæla hvaða afbrigði þú ert sátt/ur við er spurning um að setja upp það sem þú ert að sækjast eftir: stöðuga en þó lága vinninga eða mögulega risastóra vinninga? Engu að síður þarftu samt sem áður smá heppni til að geta unnið peninga, en ef þú íhugar vandlega hvaða spilakassaafbrigði þú ert að sækjast eftir getur þú notað fjármunina þína á skynsamari hátt.

7) SPILA LEIKI MEÐ HÁU RTP.

Annað sem þarf að hafa í huga þegar þú skoðar vídjóspilakassa er RTP (e. „Return to Player“) þeirra, einnig þekkt sem útborgunarprósenta, sem er húsbrúnin öfugsnúin. Þessi tala vísar til meðalfjárhæðar sem áætlað er að spilakassinn borgi þér til baka með tímanum.

Það er ekki þar með sagt að spilakassar með tiltölulega háa útborgunarprósentu muni borga þér meiri pening til baka þar sem það veltur enn á breytileika leiksins og fjölda snúninga sem reynt er að ná. Hins vegar mælum við með því að fylgjast með háum RTP um eða yfir 96%, þar sem þeir geta lengt fjárhagsáætlun þína verulega til lengri tíma litið.

Þetta er þess virði að hafa í huga þar sem ekki allir leikir hafa hátt RTP. Ákveðnar spilakassar hafa 93% RTP eða lægra sem, þó það virðist ekki slæmtvið fyrstu sín, mun hafa mjög veruleg áhrif á bankann þinn til lengri tíma.

8) FYLGSTU MEÐ NÝJUM SPILAKASSALEIKJUM

Flest netspilavíti pæla mikið í þeim spilakössum sem þau bæta við söfn sín. Þar sem afnotagjöld eru sjaldan ódýr er gríðarlega mikilvægt að spilavíti velji spilakassa sem leikmenn munu nota mikið. Þar af leiðandi gætu sum netspilavíti boðið betri útborgunarhlutfall, spilakassalíkur eða jafnvel einkabónus í nýju spilakössunum þeirra. Þetta þýðir að það að spila þessa vídjóspilakassa gæti verið meira þess virði heldur að spila aðra kassa.

Til að fylgjast með öllum nýjustu leikjum sem mæta á markaðinn skaltu fylgjast með „Kynningar“ síðu spilavítisins sem þú kýst að spila eða að öðrum kosti heimsækja einn af þeim fjölmörgum spilakassa fréttavefjum sem hægt er að finna.

9) HALTU ÞIG VIÐ FJÁRHAGSÁÆTLUN

Áður en horft er til þess að veðja á spilakassa skiptir miklu máli að setja upp fjárhagsáætlun fyrirfram. Regla númer eitt í ábyrgru fjárhættuspilum er að veðja aldrei peningum sem þú hefur ekki efni á að tapa og þetta á við um allar tegundir fjárhættuspila.

Í stað þess að stöðugt leitast við að hagnast miða reyndir leikmenn að því að teygja fjárhagsáætlunina sína eins mikið og mögulegt er. Þetta felur í sér að gera sundurliðun á því hversu marga snúninga fjárhagsáætlunin þín leyfir og jafnvel að breyta fjölda greiðslulína til að þynna veðmál þeirra. Í raun miða flestar aðferðir sem þú gætir lesið um á netinu aðallega að því að varðveita banka leikmannsins eins lengi og hægt er. Því þegar öllu er á bátinn hvolft þá ef fjárhættuspilsfjárhagsáætlun lýkur þá mun skemmtunin enda með henni.

10) ÍHUGAÐU STIGHÆKKANDI SPILAKASSA.

Að heyra um sögulega Mega Moolah Jackpot vinninginn árið 2015 gæti hafa vakið áhuga þinn á Jackpot spilakössum, en vissir þú að spilakassar með stigmagnandi lukkupottum bjóða líka upp á frábæra leikupplifun?

Hvernig virka stigmagnandi spilakassar? Í stigmagnandi spilakassa er ekki föst upphæð sem hægt að vinna. Þess í stað munu lukkupotts verðlaunin aukast eftir því sem fleiri leikmenn slá á snúningshnappinn. Þetta þýðir að stighækkandi potturinn mun halda áfram að hækka þar til heppinn spilari fær stóra vinninginn.

Ef þig vantar hugmyndir varðandi hvaða stighækkandi spilakassa þú ættir að spreyta þig á þá skaltu leggja stefnu þína til EnergyCasino spilakassaferilmöppuna!

11) VEÐJAÐU Á FLEIRI GREIÐSLULÍNUR

Þegar þú ákveður hvaða spilakassaleiki þú vilt spila skaltu skoða takmarkanir leiksins til að sjá hvort hægt sé að breyta fjölda greiðslulína sem þú vilt veðja á. Í flestum tilfellum er mælt með því að veðja á eins margar greiðslulínur og mögulegt er þar sem tilgangur þeirra er að hjálpa þér að landa vinningssamsetningum.

Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort það væri þess virði að fækka greiðslulínunum er svarið að það er almennt ekki svo. Ef þú ert að nálgast lok fjárhagsáætlunarinnar þína skaltu íhuga að lækka fjölda mynta sem þú veðjar á hverja greiðslulínu á hverjum snúning. Útborgunin verður samt í réttu hlutfalli við veðmálsstærð þína og þú gætir einnig fengið nokkra snúninga í viðbót ef þú ert með lága fjármuni. Að því sögðu þá er mælt með því að hætta að spila ef þú ert farin/nn að telja peningana þína með þessum hætti.

12) SKOÐAÐU GREIÐSLUTÖFLUNA

Greiðslutaflan nær yfir allt sem þú ættir að passa upp á í spilakössum: að vinningssamsetningar, mögulega bónuseiginleika og hvort spilakassinn notar greiðslulínur eða vinningsleiðir. Áður en þú byrjar leiktímann þinn væri góð hugmynd að kíkja á greiðslutöfluna og skoða hvaða tákn þú ættir að hafa augun með.

Bestu táknin í flestum spilakössum eru eftirfarandi:

●     Scatters: sérstök tákn sem venjulega þjóna til að opna bónusaðgerð.

●     Wilds: tákn sem koma í stað allra annarra tákna nema Scatters.

●     Multipliers: tákn sem margfalda mögulegan vinning. Þegar þeir eru sameinaðir geta margfaldarar unnið til mjög stórra peningaverðlauna.

Þrátt fyrir að spilarar hafi enga leið til að hafa áhrif á hvaða tákn birtast á hjólunum þá hjálpar það þér að skilja hverju þá átt að fylgjast með þegar þú spilar.

13) ÍHUGAÐU SPILAVÍTISBÓNUS

Netspilavíti bjóða reglulega upp á bónus til að hjálpa þér að fá meira fyrir peninginn þinn – og við erum ekki bara að tala um byrjunarbónusa. Fylgstu með innborgunarbónusum sem gætu innihaldið ókeypis snúninga í pakkanum þar sem þeir munu veita þér ókeypis umferðir.

Að því sögðu er margt sem þarf að hafa í huga áður en þú sækir þér bónus, sem allt er tilgreint í skilmálunum. Hér finnur þú upplýsingar um hvenær bónussjóðir renna út, hverjar veðkröfurnar eru og hvernig veðmálsframlagið lítur út, meðal annarra upplýsinga. Ennfremur muntu ekki geta notað ókeypis snúningana þína á öllum spilakössunum þar sem netspilavíti hafa tilhneigingu til að tilgreina hvaða bónus uppfyllir skilyrðin.

14) FORÐASTU STRANGAR KRÖFUR UM VEÐMÁL

Veðmálskröfur geta vegið þungt þegar kemur að því að velja spilavítisbónus. Þar sem flestir bónusar neyða þig til að veðja hluta vinninga þinna áður en þú tekur þá út væri ekki skynsamlegt að velja bónusa með mjög ströngum skilyrðum. Þegar öllu er á botninn hvolft myndirðu virkilega ekki vilja að kröfurnar éti upp bónussjóðina þína áður en þú fengir tækifæri til að taka þá út, er það?

Vafasöm netspilavíti eru alræmd fyrir slíkar venjur og þess vegna er afar mikilvægt að sannreyna heilindi spilavítis áður en þú spilar þar.

Hér er hvernig veðmálskröfur koma við sögu þegar sótt er bónus. Þú leggur inn og sækir bónussjóðanna eða ókeypis snúninga. Eftir að hafa eytt þeim þarftu að veðja bónussjóðunum þínum aftur ákveðið fjölda skipta áður en þú getur tekið þá út. Þetta gæti einnig átt við um innborgunarupphæðina og vinninga sem fást úr ókeypis umferðum. Athugaðu að þú munt ekki geta uppfyllt veðskilyrðin í gegnum peningasjóði – það verður að gera með því að nota bónussjóðina þína eða vinninga í ókeypis snúningum.

15) EKKI SPILA SPILAKASSA ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í SKAPI TIL ÞESS

Í fjárhættuspilum á netinu er að tapstjórnun lykillinn að því að halda leikjunum skemmtilegum. Engum líkar að fara niður spíral gremju og tapa hluta af sjóðnum sínum. Hvort sem þú ert í taphrinu eða bara almennt þreytt/ur á að spila fjárhættuleiki skaltu taka þér pásu.

Þrautsegja og þrjóska við að reyna að vinna aftur peningana sem þú hefur tapað mun aðeins enda í meira tapi á peningum og það getur skapað mjög alvarleg lífsvandamál. Mótefnið við því er að halda sig stranglega við fjárhagsáætlun þína og taka tíð hlé. Því þegar öllu er á botninn hvolft munu netleikir ekki hverfa að eilífu ef þú tekur mjög nauðsynlegt hlé.

Reyndir leikmenn ráðleggja stundum að hugsa um eftirfarandi ímyndaðar aðstæður: hvernig myndi það hafa áhrif á þig í dag ef þú myndir lenda í taphrinu? Ef þú þolir ekki tilhugsunina um taphrinu þýðir það að þú ert betur settur með að spila ekki spilakassa í dag. Það er aðeins ráðlegt að spila netspilakassa þegar þú ert í réttu kollrúmi.

16) SPILAÐU MYNDBANDSSPILAKASSA MEÐ BÓNUSEIGINLEIKUM

Nú til dags eru allir bestu spilakassarnir að innleiða einhvers konar bónusumferð í myndbandsspilakössunum sínum. Burtséð frá því að það hækki afþreyingarþátt kassanna þá bjóða margir bónusleikir einnig upp á mjög áhugaverð verðlaun – þar á meðal bónussnúninga og margfaldara. Bónusumferðir eru venjulega opnaðar með því að lenda fjölda bónustákna á hjólunum, en þessi krafa getur verið breytileg frá einum spilakassa til annars. Lestu þér til um leikreglurnar eða umsagnir annarra leikmanna til að komast að því hvernig þú opnar á sérstaka eiginleika spilakassans sem þú ert að fara að spila.

Ef þú ert þreyttur á klassískum spilakössum og vilt krydda hlutina skaltu lesa þér til um nokkra af nýrri spilakössunum og prófa þá í kynningunni til að átta þig að fullu á því hvernig þeir virka. Það er ekki mælt með því að spila flókna spilakassa sem eru fullir af sérstökum eiginleikum án þess að hafa góðan skilning á því hvernig þeir virka í raun.

17) EKKI ELTAST VIÐ SPILAKASSA MEÐ OF MÖRGUM EIGINLEIKUM

Þó að bónuseiginleiki hér og þar geti skapað skemmtilega upplifun þá geta of margir eiginleikar fljótt gert leikinn flókinn – sérstaklega ef þú þarft að lesa leikreglurnar mörgum sinnum. Ekki nóg með það heldur gætu líkurnar á spilakassanum einnig verið minni í samanburði við aðra spilakassa sem eru ekki eins eiginleikaþungir.

Spilakassar með fjölmarga eiginleika hafa tilhneigingu til að hafa fjölbreyttara úrval tákna og gera þér því mögulega erfiðara fyrir að lenda á vinningssamsetningu.

Þú gætir tekið eftir því að bestu líkurnar á spilakassa liggja í klassískum eða tiltölulega einföldum spilakössum, svo það er undir þér komið að gera tilraunir og reikna út hvaða spilakassa þú vilt spila. Reyndar er ákveðin málamiðlun í því vali, þar sem leikmenn gætu annað hvort valið mjög skemmtilega leiki með langt frá bestu líkunum, eða þeir gætu spilað háar vinningslíkur í drepleiðilegum spilakössum. Það væri tilvalið að finna eitthvað á milli þessara tveggja öfga.

18) RANNSAKAÐU VEITANDANN OG FYRRI SPILAKASSA HANS

Leikir eru aðeins eins góðir og framleiðandinn þeirra, svo það væri varla slæm hugmynd að skoða framleiðanda spilakassaleiksins sem þú vilt prófa.

Stóru nöfnin innan iGaming iðnaðarins – eins og Pragmatic Play, NetEnt og Play’n GO – hafa þróað nokkra af bestu spilakössunum á markaðnum. Þó að enn séu óuppgötvaðir gimsteinar þarna úti eru minna þekktir leikjaframleiðendur minna þekktir af ástæðu.

Það er ekki þar með sagt að vinningslíkur þínar í minna vinsælum spilakössum séu engar, en í þessu tilviki gæti það borgað sig að halda sig við vinsæl nöfn.

19) EKKI VEÐJA SJÁLFKRAFA Á HÁMARKSUPPHÆÐINA

Nokkur hættuleg ráð sem hringsóla um internetið er að veðja alltaf hámarksupphæðinni til að njóta bestu vinningslíkunnar. Ekki aðeins er þetta rangt heldur getur þetta einnig tæmt bankabókina þína mjög fljótt.

Eins og við höfum áður nefnt greiða samsetningar vinningstákna margfalda upphæðina sem þú veðjar; Þannig að upphæðin sem þú vinnur er í réttu hlutfalli við veðmálið þitt. Til dæmis ef þú veðjar €1 og vinnur 5x veðmálið þitt færðu €5. Ef þú veðjar €10 færðu €50.

Eina tilvikið þar sem ráðlegt er að leggja undir hámarksupphæð er í mótum þar sem spilarar sækjast eftir hæsta mögulega vinningi. Til dæmis myndu slík mót gefa 1 stig fyrir hverja €1 sem veðjað er og 200 stig fyrir €100 sem veðjað er.

Það er mjög mikilvægt að veðja aðeins upphæð sem þér líður vel með og fara aldrei of hátt til að reyna að vinna stór peningaverðlaun.

20) EKKI FESTAST VIÐ TILTEKNA SPILAKASSA

Allir spilakassaspilarar munu eiga sér uppáhaldsleik sem þeir munu alltaf snúa aftur til eftir að hafa prófað aðra spilakassa. Sumir leikmenn gætu jafnvel haldið sig við einn eða tvo spilakassa og hunsað iðandi iGaming heiminn þarna úti, sérstaklega ef þeir hafa unnið umtalsverða útborgun á einum tímapunkti.

Að halda sig við sama spilakassann er yfirleitt ekki góð hugmynd og það gæti leitt til uppgjafar ef leikmaðurinn heldur áfram að halda áfram með nákvæmlega sömu spilakassana. Það er mikilvægt að breyta hlutunum af og til með því að kanna nýja spilakassaflokka og þemu.

Ef þú ert almennt þreytt/ur á spilakössum gætirðu viljað læra áhugaverða spilaleiki eins og blackjack og póker sem, þó að þeir séu mjög háðir heppni, krefjast líka ákveðinnar kunnáttu – eitthvað sem á ekki við um spilakassa.

Ef jafnvel möguleikinn á að veðja er farinn að þreyta þig gæti verið góð hugmynd að taka sér hlé frá fjárhættuspilum og snúa aftur þegar rafhlöðurnar þínar eru endurhlaðnar.

SPILAÐU SPILAKASSA OG AÐRA FJÁRHÆTTULEIKI Á ENERGYCASINO

Eins og lofað var hér áður fyrr kemur nú hluti þar sem við sýnum þér besta netspilavítið til að spila netspilakassa: EnergyCasino! Hættu að leita að spilavítum á netinu og komdu til okkar. Hér er það sem er í vændum fyrir þig ef þú ákveður að heimsækja okkur.

Netspilavítið okkar státar af leikjasafni með yfir 3.000 spilakössum, fjöldann allann af spilaleikjum og fjölda Live Casino-leikja. Í okkar mikla úrvali af spilakössum finnurðu fjöldann allann af Megaways™ spilakössum, lukkupottsspilakössum og öllum heitustu smellunum.

Við bjóðum upp á spilakassaleiki með ýmsum þemum, flokkum og sérstökum eiginleikum, svo þú hlýtur að finna eitthvað til að njóta. Við erum stöðugt að leita að nýjum spilakössum sem koma á markaðinn, svo vertu viss um að heimsækja okkur annað slagið til að taka upp nýjan spennandi leik til að spila!

Að því sögðu þá getur „kynningarsíðan“ okkar mögulega betrumbætt leiklotuna þína með upphafsbónusnum eða góðum innborgunarbónus. Free Spins-bónusar, cashback-tilboð og leikjasértækir bónusar gætu einnig birst, svo ekki hika við að sjá hvaða bónus þú gætir fengið í hendurnar. Bónusframboð og verðlaun geta verið mismunandi eftir lögsögu spilarans.

Ef þér hefur fundist þessi grein gagnleg, vertu viss um að kíkja við EnergyCasino bloggið okkar, þar sem við skrifum reglulega um nokkrar aðferðir og ráð um bæði spilakassa og spilaleiki. Því jú besta leiðin til að bæta leikframmistöðuna þína er að draga þekkingu þína frá bestu spilavítissíðunum þarna úti og við trúum því staðfastlega að við getum aðstoða við það.