EnergyCasino»Blackjack»Að tvöfalda í blackjack

Að tvöfalda í blackjack

Blackjack
2023 Feb 1 7 min read
article image

Það er ekkert leyndarmál að blackjack er einn vinsælasti live casino leikur í heimi! Hann steig fyrst fram á sjónarsviðið í frönsku spilavítissenunni seint á 17. öld og dreifðist sjarmur blackjack líkt og eldur í sinu um og er nú spilaður af allskyns áhugafólki um allan heim.

Áhugaverð hlið Blackjack er að leikmenn keppa á móti díler frekar en hvorum öðrum. Markmiðið er að komast eins nálægt því að vera með 21 stig á hendi án þess að fara yfir þá upphæð áður en dílerinn nær þeirri upphæð.

Dílerinn og leikmaðurinn byrja með tvö gefin spil. Fyrsta spil dílersins snýr upp á við og hið seinna er á hvolfi. Hvert spil stendur fyrir þá tölu sem er á spilinu nema konungsspilin teljast sem 10 og ásar telja sem 1 eða 11. Blackjack er par sem samanstendur af ás og hvaða 10 spili sem er (gosa, drottningu eða kóng) og er samtals 21.

Ólíkt mörgum öðrum fjárhættuspilum hefur blackjack innan við einnar prósentu húsbrún sem hvetur marga leikmenn til að kjósa þennan leik frekar en aðra leiki eins og póker eða rúllettu. Þetta á þó aðeins við þá sem búa yfir góðri blackjack leikáætlun sem er möguleiki þegar vitað er hvernig notfæra skal valmöguleika á skynsaman máta.

Að því sögðu þá er það lykilatriði að vita hvenær á að notfæra sér það að tvöfalda til að auka líkurnar á því að sigra í live casino blackjack leik. Í þessari grein höfum við safnað saman öllum ráðunum og brögðunum sem þú þarft á að halda til að vita hver besta tvöföldunarstefnan er – það eina sem þú þarft að gera er að lesa!

HVAÐ ÞÝÐIR AÐ „TVÖFALDA“ Í BLACKJACK?

Fyrst og fremst skulum við skoða hve mörg spil eru gefin í blackjack leikjum. Þér er gefið spilapar og mátt aðeins sjá spil dílersins sem snýr upp á við. Þegar þú berð saman styrkleika dílersins við spilin þín geturðu ákveðið hvort þú viljir spila höndinni þinni.

Ein leið er að velja möguleikann á að tvöfalda. Það á við að tvöfalda upphaflega veðmálið þitt áður en þú færð annað spil. Hafðu í huga að áhætta fylgir því að velja að tvöfalda þar sem ef þú færð lágt spil geturðu ekki slegið aftur og gætir endað á að tapa tvöfalt fleiri spilapeningum. Þú gætir einnig viljað slá eða standa, en það fer eftir aðstæðunum sem þú ert í.

Mikilvægt er að finna rétta jafnvægið á milli þess að spila skynsamlega og taka áhættur í blackjack leikjum til að vinna sér inn forskot. Á endanum er þessi valkostur öruggur og viðeigandi valkostur í þremur kringumstæðum þegar kemur að líkindum.

REGLUR ÞESS AÐ TVÖFALDA Í BLACKJACK

Í flestum blackjack leikjum eru hefðbundnar leikstefnur sem innihalda tvöföldun í samræmi við hvora aðra. Reglur eru þó breytilegar eftir spilavítum og gæti þar af leiðandi haft áhrif á valkostina þína og ákvarðanir.

Margar takmarkanir voru til staðar varðandi hvenær og hvort leikmaður gæti notfært sér það að tvöfalda þegar spilavíti hófu að bjóða upp á leikinn. Leikmenn gátu aðeins tvöfaldað með hönd með tveimur spilum og lokasummuna 10 eða 11. Annars gátu leikmenn ekki notfært sér þennan valmöguleika.

Nú til dags leyfa spilavíti leikmönnum að ákveða hvenær þeir vilja tvöfalda þó sumar einstokks útgáfur viðhalda nokkuð ströngum reglum varðandi hvenær leikmenn geta tvöfaldað. Eini munurinn er þegar maður hefur hönd með tveim spilum sem eru samtals níu til 11.

Þegar þú ákveður að tvöfalda er parað fyrsta veðmálinu þínu við annað og þú færð eitt spil til viðbótar. Þetta þýðir að þú hefur stærra veðmál á milli handa og því er mælt með því að velja þetta veðmál þegar þú heldur að þú eigir góðan séns á að vinna með höndinni.

HVENÆR Á AÐ NOTA TVÖFÖLDUNARVEÐMÁLIÐ

Nú vitum við hvað það er að tvöfalda í blackjack, en skoðum nú hvernig það fer fram. Svona gengur það fyrir sig:

 • Leikmanninum er fyrst gefið tvö spil.
 • Eftir að leikmaðurinn skoðar bæði spilin er boðið upp á möguleikann á að tvöfalda.
 • Það er þegar leikmaðurinn gefur dílernum merki og setur upprunalega veðmálið á þar til gerða svæðið á borðinu.
 • Þá er leikmanninum gefið eitt auka spil og leikáætlun er gerð. Svo fær leikmaðurinn annaðhvort blackjack eða tapar veðmálinu.

Eins og var tekið fram hér áður fyrr er yfirhöfuð nokkuð áhættusamt að ákveða að tvöfalda, en ef þig grunar að þú eigir nokkuð góðar líkur á því að vinna umferð er þetta góð ákvörðun. Að því sögðu þá er það að tvöfalda einnig algengt í netblackjack. Þar sem leikmenn geta ekki notað handamerki í þessum útgáfum geta leikmenn sett niður auka veðmál með því að smella á takka sem poppar sjálfkrafa upp beint eftir að tvö upprunalegu spilin eru gefin.

HVENÆR Á AÐ TVÖFALDA Í BLACKJACK

Það er aðeins eitt tækifæri til að tvöfalda í blackjack og það er við upphaf leiksins. Á þessum tímapunkti er rökréttast að tvöfalda upphafsveðmálið þitt í tilfelli þriggja handa hópa. Þú ert líklegri til að vinna í hverjum hóp og það eru engar líkur á að þú springir.

 1. Leikmaðurinn er með harða níu og spil dílersins sem snýr upp á við er hvað sem er á milli tvists og sexu. Hörð nía samanstendur af tveimur spilum sem eru hvorug ás. Að tvöfalda á níu gæti unnið gegn sumum holuspilum sem dílerinn er með.
 2. Ef leikmaðurinn er með harða 10 eða 11 og dílerinn sýnir lágt spil. Líkurnar eru leikmanninum í hag ef fyrstu tvö spilin hans eru tvistur og átta, tvistur og nía, þristur og sjöa, þristur og átta, fjarki og sexa, fjarki og sjöa, fimma og fimma eða fimma og sexa, með lægra spil dílersins. Í þessu tilfelli er mælt með því að tvöfalda þar sem engar líkur eru á að springa. Dílerinn á þó í hættu á að fara yfir 21 þar sem hann þarf að slá þar til hann fær 17.
 3. Leikmaðurinn er með mjúka 16, 17 og 18 og spil dílersins sem snýr upp er 2-6.

Það er alls ekki slæm hugmynd að tvöfalda þegar annað upphaflegu spilanna þinna er ás og næsta spilið er 5-7 þegar dílerinn er með 2-6. Ásinn veitir þér möguleikann á því að nota hann sem einn eða 11 og þar af leiðandi eru góðar líkur á að höndin þín græði á því að fá eitt spil til viðbótar.

HVENÆR Á EKKI AÐ TVÖFALDA Í BLACKJACK

Það eru vissulega aðstæður þar sem það að tvöfalda er ekki besti möguleikinn þegar kemur að grunn leikstefnum. Athugaðu hvað við eigum við:

 1. Dílerinn sýnir ás. Í þessu tilfelli eru miklar líkur á því að dílerinn fái blackjack eða samtals nálægt 21.
 2. Leikmaðurinn er með samtals meira en 21. Líkurnar á því að fara til baka eru nokkuð háar ef leikmaðurinn er með meira en 11 samtals. Í þessu tilfelli er best fyrir leikmanninn að halda sig við lága summu frekar en að vonast til þess að dílerinn springi.
 3. Þegar gefið er hvað sem er hæra en 11. Að mjúkum höndum undanskildum eru oft miklar líkur á því að springa ef tvöfaldað er í þessum tilvikum. Tvöföldunarveðmálið er ef til vill ekki alltaf eins auðvelt og búist er við, þó getur góður skilningur á blackjack leikáætlunum komið í veg fyrir óþarfa tap og unnið þér inn verðskuldaðan sigur þegar á heildina er litið.

HVENÆR Á AÐ TVÖFALDA Í BLACKJACK (TAFLA)

Þarftu smá svindlblað til að vita hvenær þú ættir að tvöfalda? Athugaðu töfluna hér að neðan til að sjá hvenær þú átt bestu líkurnar á því að vinna þegar þessi valkostur er tekinn:

Spil dílers sem snýr upp/Hönd leikmanns2345678910Á
8
DDDD
9
DDDDDDDDDD
10
DDDDDDDDDDDDDDDD
11
DDDDDDDDDDDDDDDDDDDD
Á-2
DDDD
Á-3
DDDD
Á-4
DDDD
Á-5
DDDDDD
Á-6
DDDDDDDD
Á-7
DDDDDDDD
Á-8
Á-9

DD – Að tvöfalda, Autt – Ekki tvöfalda

RÁÐ OG BRÖGÐ VARÐANDI AÐ TVÖFALDA Í BLACKJACK

Hafðu eftirfarandi ráð í huga til að bæta leikinn þinn:

 1. Að velja að tvöfalda eftir að slá er ekki hægt í blackjack leikjum. Þú getur fengið dílerinn til að slá til þín með spilum þar til þú ákveður að stoppa. Þú getur aðeins tekið sénsinn á að tvöfalda eftir að upphaflega veðmálið þitt er gert og fyrstu tvö spilin hafa verið gefin.
 2. Yfirleitt er þér ekki leyft að tvöfalda eftir að skipt er. Það er þegar tveimur spilum með sama gildi eru gefin og hægt er að skipta þeim í tvær mismunandi hendur. Sum netspilavíti gætu boðið upp á þennan valmöguleika en flest hefðbundin spilavíti gera það ekki.
 3. Það eru fleiri valmöguleikar sértu með mjúkar upphæðir. Þar sem ásinn telur sem einn eða 11 geturðu tvöfaldað, slegið og fengið hátt eða lágt spil og myndað heildarupphæðina þína á þann hátt. Til að æfa þessi ráð mælum við með því að finna bestu netspilavítin og stökkva beint í PRUFU leik, en það er eiginleiki sem mörg spilavíti bjóða upp á. Hjá EnergyCasino geturðu spilað allskyns leiki, þar með talið blackjack og póker og æft þessi brögð áður spilað er alvöru leiki.

HVERNIG Á AÐ GEFA MERKI UM AÐ ÞÚ ÆTLIR AÐ TVÖFALDA

Nú veistu hvenær þú ættir að velja að tvöfalda í blackjack veðmál og hvenær þú ættir að forðast það. Þú gætir þá verið að velta því fyrir þér hvernig þú eiginlega ferð að því að tvöfalda. Leikmenn hrópa ekki einfaldlega upphátt hvað þeir vilja gera heldur nota frekar handamerki til að segja dílernum hvað þeir vilja gera í umferðinni sinni.

Þessi aðferð er einnig notuð til að forðast misskilninga og í eftirlitstilgangi komi upp ágreiningur. Berðu saman mismunandi handamerki sem eru notað fyrir vinsælustu veðmálin:

 • Að slá – klóraðu borðið með vísifingri.
 • Að standa – veifaðu höndinni yfir spilin þín.
 • Að tvöfalda – ýttu stafla af spilapeningnum við hlið núverandi veðmálsins þíns og haltu uppi einum fingri.
 • Að skipta – samsvaraðu upprunalega veðmálinu og haltu uppi tveimur fingrum.

Höndin þín er tilbúin fyrir umferðina eftir að merki eru gefin. Þegar spilað er blackjack í netspilavítum þarftu að ýta á „SLÁ“, „STANDA“, „TVÖFALDA“ OG „SKIPTA“ takkana á skjánum.

SPILAÐU BLACKJACK HJÁ ENERGYCASINO

Þú getur notið allra uppáhalds netblackjack borðanna þína ókeypis hjá EnergyCasino! Hoppaðu yfir í „Spilavíti“ flipann og leitaðu að blackjack leikjum eða hvaða fjárhættuspili sem heillar þig, til dæmis póker.

Þú getur valið úr aragrúa borða í þessu netspilavíti – það eina sem þú þarft að gera er að svífa yfir myndina og smella á „PRUFA“ til að spila án peninga.

Þú getur valið að fínstilla færnina þína í að slá, skipta og tvöfalda með sýndarsjóði áður en þú veður út í alvöru spilavítið okkar. Þú finnur einnig aðra Live Casino leiki og prufur líkt og póker og aðrar dílresýningar í þessu netspilavíti.

Hafðu í huga að öll veðmál og vinningar í prufum eru sýndarútgáfur – enginn raunverulegur peningur verður gefinn eða tekinn út af spilavítisreikningnum þínum. Prufur fara eftir framboði byggðu á lögsögu leikmannsins og gæti krafist aldursstaðfestingar áður en aðgangur er veittur.

⭐ GETURÐU TVÖFALDAÐ EF ÞÚ ERT MEÐ BLACKJACK?

Ef þú ert með 21 með fyrstu tveimur spilunum þínum vinnurðu samstundis nema dílerinn hafi einnig fengið sömu upphæð. Þá er jafntefli og enginn möguleiki verður á að tvöfalda veðmálið þitt.

⭐ HVAÐ GERIST EFTIR AÐ ÞÚ TVÖFALDAR?

Eftir að þú tvöfaldar veðmálið þitt færðu eitt auka spil og höndin þín er búin. Þá verður þú að bíða og sjá hvað dílerinn er með til að ákveða næstu umferð. Hafðu í huga að þú getur ekki tvöfaldað eftir að þú slærð.

⭐ HVERNIG VINNURÐU TVÖFÖLDUNARVEÐMÁL?

Til að virkilega hámarka líkurnar þínar á því að vinna með tvöföldu blackjack segir grunnleikstefnan að þú eigir að notfæra þér tvöföldun þegar þú ert með samtals 9, 10 eða 11 án ása eða ef höndin þín er samtals 16, 17 eða 18 þegar þú ert með ás.

⭐ HVER ER MUNURINN Á ÞVÍ AÐ SKIPTA OG TVÖFALDA?

Best þekktu veðmál blackjacks er þegar það er skipt og tvöfaldað.

Hið fyrrnefnda á við að hafa tvö eins spil sem fyrstu tvö spilin og fá þá möguleikann á að skipta þeim í tvær aðskildar hendur. Hið síðarnefnda á við um að tvöfalda spilapeningastaflann þinn og fá eitt spil í viðbót.

⭐ ÆTTIRÐU AÐ TVÖFALDA MEÐ 10?

Ef dílerinn sýnir hátt spil viltu ef til vill ekki tvöfalda þar sem það er möguleiki á að hann sigrar þig.

Ef hann er með sexu eða lægra er góð hugmynd að tvöfalda.

⭐ ÆTTIRÐU AÐ TVÖFALDA MEÐ 11?

Já, þú ættir að íhuga það að tvöfalda með 11 ef dílerinn sýnir spil lægra en 10. Þetta veitir þér góðar líkur á að ná 21.

⭐ GETURÐU TVÖFALDAÐ MEÐ 21?

Ekki er hægt að tvöfalda þegar þú færð 21

Ef þú ert nægilega heppinn til að fá 21 með spilunum þínum færðu samstundis útborgun og þú getur ekkert meira gert með höndinni þinni.