
Ertu tilbúin/nn að RÚLLA fjörinu af stað? Spenntu beltin og taktu þátt í epískum teningaköstum og leyfðu okkur að kenna þér allt sem þú þarft til að læra að spila craps. Við rennum yfir grunnreglurnar, förum í gegnum öll craps borðin sem þú getur prófað og jafnvel kafa dýpra í líkur og útborganir í craps.
Þú ert klárlega á réttum stað ef þú hefur aldrei spilað craps áður. Við munum vera þér til trausts og taks við hvert þrep ferðalagsins svo þú þurfir ekki að sitja við craps borð og velta því fyrir þér hvaða teningakast lætur sjá sig næst. Og til að hnýta allt saman þá ætlum við meira að segja að gefa þér laumuinnsýn í EnergyCasino upplifunina þar sem þú getur kannað magnaða spilakassa, live borð, sjóðheit íþróttamót og verðlaunandi kynningartilboð! En við skulum hinkra hinkra með rúsínuna í pylsuendanum, könnum fyrst þennan magnaða leik.
GRUNNREGLUR CRAPS
Til að veita þér góða ásýnd á hvernig leikurinn virkar skulum við fyrst kryfja grunnreglurnar og fara í gegnum hvern einasta hluta sem viðkemur því hvernig leikurinn er spilaður, hvernig leikmenn veðja o.s.frv.
MARKMIÐ LEIKSINS
Í grunninn þá er markmið craps að spá fyrir um útkomu teningakasts. Það eru tveir teningakasts fasar í hverri leikumferð: Come Out fasinn (fyrsta tímabilið) og Point fasinn. Fasarnir þjóna sitt hvorum tilganginum. Come Out kastið kemur á fót stigatölu fyrir næsta fasa á meðan Point kasts fasinn er þar sem fjörið gerist.
Þér verður gefinn sá valmöguleiki að setja nokkrar mismunandi gerðir veðmála í báðum fösum leiksins og getur það verið annaðhvort einkast (einnig þekkt sem einkastsveðmál – þessi veðmál leysast eftir eitt kast) eða fjölkasts veðmál. Þegar spilað er craps í netspilavítum er hægt að finna yfirlit yfir alla veðmálsmöguleikana undir leikreglunum sem eru ávalt aðgengilegar.
Ef þú ert að spila í raunverulegu spilavíti verður að setja spilapeninga beint á borðið. Netleikir krefjast þess eingöngu að þú velur einn af sýndarspilapeningunum á skjánum þegar þú setur veðmál.
LEIKÞÆTTIR
Það er töluvert meira á bakvið það að spila craps heldur en að skilja leikreglurnar. Að hafa góðan skilning á því hvaða búnaður er notaður, fyrirkomulag craps borðsins jafnt sem hlutverk hvers áhafnarmeðlims við borðsins er aðstoðar þig við að fatta leikinn mun hraðar en ella.
- Craps borðið: Fyrirkomulag craps borðsins getur verið örlítið yfirþyrmandi þegar þú sest niður í fyrsta skiptið. Þú munt sjá að allir veðmöguleikarnir eru sýndir fyrir framan þig og eru aðskildir með teningakasts fösum.
- Teningurinn: Allir þeir sem hafa spiað craps áður vita að craps er teningaleikur. Í honum eru tveir teningar og leikmenn veðja á útkomu hvers kasts. Þegar spilað er craps í netspilavítum er það augljóslega dílerinn sem kastar teningunum. Í raunverulegum spilavítum mega hinsvegar bæði stikkmaðurinn og skyttan snerta teningana.
- Pökkurinn: Pökkurinn er hringlaga diskur sem er notaður til að sýna hvaða teningakastsfasa leikurinn er í. Orðið „ON“ er skrifað á eina hlið pökksins og orðið „OFF“ á hina hliðina. Áður en stigið er skilgreint í fyrsta kastinu sýnir pökkurinn „OFF“ merkið. Þegar stigið er skilgreint er snúið pökkinum við svo hann sýnir „ON“ merkið og merkir það að leikurinn er í Point kastsfasanum.
- Prikið: Langt, bogið prik er notað til að safna saman teningunum eftir hvert kast og eru afhentir skyttunni. Aðeins stikkmaðurinn má munda prikið.
STARFSFÓLK BORÐSINS
Live Casino hafa einn live díler sem sér almennt um leikinn. Í raunverulegum spilavítum eru hinsvegar nokkrir áhafnarmeðlimir sem aðstoða við að halda leiknum gangandi:
- Boxmaðurinn: Boxmaðurinn hefur umsjón með boxinum, sem er svæðið á borðinu þar sem miðveðmálin eru lögð niður.
- Stikkmaðurinn: Stikkmaðurinn safnar saman teningunum eftir hvert kast með bogadregnu priki, tilkynnir útkomu kastanna og afhendir skyttunni teningana til að hefja næstu umferð.
- Dílerarnir: Dílerarnir sjá um að meðhöndla peninga og spilapeninga. Í raunverulegum spilavítum gætu þeir einnig séð um að skipta út seðlum fyrir spilapeninga, aðstoðað leikmenn við að láta niður spilapeninga á staði lengra frá þeim, merkja stigið, greiða út sigurveðmál og hreinsa tapveðmál af borðiðnu. Dílerarnir standa við hlið boxmannsins.
- Skyttan: Skyttan kastar teningunum fyrir allt borðið. Þegar spilað er craps í raunverulegum spilavítum fær hver leikmaður úthlutað hlutverki skyttunnar svo lengi sem sá leikmaður er með virkt Pass eða Don’t Pass veðmál. Teningakastið fer réttsælis í kringum borðið.
DÆMIGERÐ LEIKUMFERÐ
Nú ertu komin/nn með ágætis hugmynd um við hverju þú ættir að búast þegar þú sest við craps borð. Þá skulum við fara í gegnum það hvernig dæmigerð umferð gengur fyrir sig. Craps er einn af þessum fjárhættuleikjum sem inniheldur mikið af orðatiltækjum til að læra en þokkalega auðvelda spilun svo þú kemst upp á lagið með leikinn áður en þú veist af.
AÐ SITJA VIÐ BORÐIÐ
Þegar spilað er craps á netinu eru nokkrir hlutir sem bera ætti að hafa í huga þegar þú kemur inn í lobbýið og færð þér sýndarsæti. Þú sérð nokkra mismunandi litaða spilapeninga á skjánum og hefur hver og einn sitt eigið verðgildi. Öll craps borð hafa sín eigin lágmarks- og hámarksveðmál svo það er mikilvægt að velja craps borð sem hentar þér og bankareikningnum þínum.
Hefðbundinn craps leikur ætti að hafa aragrúa veðmála til að velja úr þó sumir netcrap leikir gætu boðið upp á viðbótar veðmál eða reglur til að auka við skemmtanagildi sitt og gera leikinn sérstakari. Þú getur skoðað „?“ flipann fyrir yfirlit yfir allt saman.
Ef þú ert að spila craps live færðu ákveðinn tíma til að setja niður veðmálið þitt. Þegar þessi tímarammi klárast hefst umferðin og skyttan kastar teningunum. Hvíti eða svart „ON/OFF“ pökkurinn gefur til kynna hvaða umferð byrjar. Þetta segir til um hverskyns veðmál á að setja niður. Ef pökkurinn er svartur og segir „OFF“ merkir það að næsta kast er Come Out fasinn. Ef pökkurinn er hvítur og segir „ON“ merkir það að næsta kast er Point fasinn.
Ef þú ert að spila craps í raunverulegu spilavíti og þú situr við þéttsetið craps borð skaltu bíða þar til umferðin er búin til að setja niður spilapeningana þína.
FYRSTA KASTIÐ
Á meðan Come Out kastfasanum stendur verða leikminn að spá fyrir um hvort teningarnir lendi á sjöu eða 11 (Pass Line veðmálið eða Pass veðmál) eða tvist, þrist eða 12 (Don’t Pass veðmálið). Umferðin endar og Pass Line veðmálið vinnur ef heildarupphæð teninganna er sjöa eða 11 („natural“); ef heildarupphæð teninganna er tvistur, þristur eða 12 („craps“ kast) þá myndi Pass Line veðmálið tapa (einnig þekkt sem „crapping out“).
Ef heildarupphæð sem kastað er er fjarki, fimma, sexa, átta, nía eða tía þá verður sú tala að „stiginu“ og byrjar næsta kast — Point kastið. Ef spilað er í Live Casino setur live dílerinn pökkinn á stignúmerið á borðinu og næsti fasi hefst með öðru teningakasti.
Hafðu í huga að með hverju nýju kasti er ný skytta valin. Skyttan reynir að ná stiginu áður en teningarnir eru afhentir næstu skyttu.
NÆSTI FASI
Point umferðin hefst þegar stiginu er náð. Veðmál eru sett á Pass línuuna þegar stiginu var náð og verður á borðinu þar til stignúmerinu er kastað aftur. Ef skyttan nær stiginu vinna veðmál á Pass línunni. Ef skyttan rúllar sjöu er það tapkast í þessum fasa þar sem sjöa er tapnúmer.
Oddatölu veðmál geta verið sett við hlið Pass Line veðmála sem gæti skilað mismunandi útborgunum eftir stignúmerinu. Oddatöluveðmál sigrar ef stignúmerið er kastað fyrir sjöu; annars tapar það. Þegar þetta gerist er pökkinum snúð yfir í „OFF“, sigurveðmál eru greidd út, tapveðmálum safnað og Come Out kastfasinn hefst aftur og næsta skytta fær teningana.
CRAPS VEÐMÁL
Tegundir veðmála sem þú finnur í dæmigerðum craps leik er hægt að flokka í tvo hópa: einkasts veðmál og fjölkasts veðmál. Hvernig þau eru sett niður fer oft eftir því í hvaða kastfasa umferðin er í.
EINKASTS VEÐMÁL
Einkasts veðmál eru veðmál sem eru leyst eftir eitt teningakast og hægt er að leggja þau í sitthvorum kastfasanum. Ef þú hefur einhvern tíma fylgst með rúllettuleik þá virka þessi veðmál á svipaðan hátt. Sumir leikmenn kalla þessi veðmál aukaveðmál.
REITVEÐMÁL
Reitveðmál felur í sér veðmál á allar samanlagðar summur tvista, þrista, fjarka, nía, 10, 11 og 12. Hægt er að leggja reitveðmál undir hvenær sem er meðan á leik stendur.
Ólíkt mörgum öðrum veðmálum eru reitveðmál sjálfsafgreiðsluveðmál, sem þýðir að spilarar í spilavítum mega færa spilapeninga inn á leikvöllinn eins og þeim sýnist. Veðmálið mun borga jafna peninga á þremur til 11 (nema sjö) og 2:1 á tveimur og 12.
SJÖU VEÐMÁL
Þetta einkastsveðmál (e. single-roll) er samsett veðmál sem nær yfir allar samansettar samsetningar af sjö, eins og einn og sex, tveir og fimm, þrír og fjórir.
CRAPS VEÐMÁL
Craps veðmálið (einnig kallað Any Craps) er einkastsveðmál sem nær yfir hvaða craps kast sem er. Leikmaðurinn vinnur ef skyttan rúllar samtals tveimur, þremur eða 12 og veðmálið borgar 7:1; allar aðrar samsetningar af teningum tapa.
CRAP 2 VEÐMÁL
Felur í sér að veðja á samtals tvo.
CRAP 3 VEÐMÁL
Borgar út ef skyttan rúllar samtals þremur.
CRAP 12 VEÐMÁL
Þetta einkastsveðmál felur í sér veðmál á samtals 12.
ELLEFU VEÐMÁL
Borgar sig ef skyttan rúllar ellefu.
C-E-VEÐMÁL
Þetta veðmál felur í sér að veðja á samsetningu allra craps samtala, sem og veðmálið á 11. Spilarar fá aðra útborgun eftir útkomu kastsins.
Fyrir utan þessi veðmál gætirðu rekist á nokkra aðra craps leiki sem bjóða upp á fleiri veðmálamöguleika, þar á meðal möguleikann á að setja hoppveðmál og hornveðmál. Leikmenn sem veðja á netinu munu komast að því að þessi veðmál eru ekki almennt boðin í flestum spilavítum.
FJÖLKASTS VEÐMÁL
Fjölkastsveðmál verða ekki gerð upp eftir fyrsta kastið eins og aukaveðmál. Þess í stað haldast þessi boð á teningaspilsborðinu þar til skyttan rúllar sjöu, eða sömu föstu stigatölunni er kastað. Hvernig þessi veðmál eru greidd út getur verið mismunandi eftir því í hvaða kastfasa þú ert, en við munum brjóta það allt niður, þar á meðal veðmálalíkur og húsbrúnir.
PASS LÍNA/ PASS VEÐMÁL
Passlínu veðmálið er veðmál með jöfnum peningum sem hefur húsbrúnina 1,41% og borgar út þegar teningarnir samtals eru sjö eða 11. Ef talan sem rúllað er nemur tveimur, þremur eða 12 tapar passið. Á meðan á stigkastinu stendur er vinningur greiddur út ef skyttan nær stiginu áður en sjö er kastað. Passlínu veðmálið er aðeins í boði í Come Out fasanum og röðin byrjar á „comeout roll“ og nýrri skyttu.
EKKI PASS VEÐMÁL
Ekki pass veðmál eru líka jöfn peningaveðmál sem eru aðeins í boði í Come Out kastfasanum. Veðmálið vinnur ef samtals tveimur eða þrermur er kastað; hins vegar ef kastaða summan er 12 er veðmálinu ýtt og skilað til leikmannsins. Veðmálið tapast ef sjö eða 11 birtast. Á meðan á stigakastinu stendur greiða Ekki pass veðmál út ef kastið er sjö áður en sama punktinum er kastað. Ekki Pass veðmál eru með húsbrún upp á 1,36%.
COME VEÐMÁL
Þessi veðmöguleiki er aðeins í boði á meðan á stigakastsfasanum stendur og er aðeins hægt að setja það eftir að stiginu hefur verið komið á. Leikmaðurinn vinnur come-boðið ef sjö eða 11 er kastað og tapar ef tveimur, þremur eða 12 er rúllað. Ef einhverri annarri heildarupphæð er kastað verður sú tala að Come-veðpunktinum og veð spilarans verður sett í bið og borgar út ef sömu tölu er kastað aftur á undan sjö. Come veðmálið hefur húsbrún upp á 1,41%.
Vinningsveðmál eru greidd á sama hátt og að vinna Pass línu veðmál: jafn peningar fyrir upprunalega veðmálið og sannar líkur fyrir stuðlaveðmálið.
DON’T COME VEÐMÁL
Don’t Come veðmálið borgar sig út ef samtals tveir eða þrír eru kastað. Eins og Don’t Pass veðmálið, þá er Don’t Come veðmálið með húsbrúnina 1,36%.
Ef kastaða upphæðin er 12 er boðinu ýtt og skilað til spilarans. Ef köstuð upphæð er sjö eða 11 tapast veðmálið. Ef einhverri annarri heildartölu er kastað mun það valda því að spilapeningarnir verða færðir efst í vinstra horn heildarinnar til að merkja stigið. Veðmálið vinnur ef samtals sjö er kastað áður en sama stigi er kastað aftur. Þessi veðmöguleiki er aðeins í boði á meðan stigakastsfasanum stendur og takmarkar ekki hversu oft er hægt að leggja það undir — eitt veð, tvö veð, þrjú; þú mátt velja!
TAKE ODDS VEÐMÁL
Take Odds veðmálið er aðeins í boði fyrir Pass eða Come veð sem hafa ákveðið stig. Það borgar sannar líkur á stigi gegn sjö og mun vinna ásamt Pass eða Come veðmáli. Hámarks Odds veðmálið sem hægt er að leggja undir byggir á margfaldaranum sem er tilgreindur í veðtakmörkunum.
LAY ODDS / FREE ODDS VEÐMÁL
Þessi veðmöguleiki er aðeins í boði fyrir Don’t Pass eða Don’t Come veð sem hafa ákveðið stig. Þetta veðmál gefur líka sannar líkur gegn stigi og mun vinna ásamt Don’t Pass/Don’t Come veðmálsvalkosti. Lay veðmál hafa húsbrún upp á 0%, en þó vegna þess að það er engin brún á líkunum heldur húsið forskoti sínu óháð því.
PLACE TO WIN VEÐMÁL / PLACE VEÐMÁL
Þetta Place veðmál felur í sér veðmál á samtals fjórum, fimm, sex, átta, níu eða 10 sem kastað er á undan sjö. Place veðmál hafa húsbrún upp á 1,52% þegar talan er sex eða átta, 4% á kastaðri fimm eða níu og 6,67% á köstuðum fjórum eða 10.
Place veðmál borgar 7:6 á sex og átta, 7:5 á fimm og níu og 9:5 á fjórum og 10.
PLACE TO LOSE VEÐMÁL
Þetta veðmál felur í sér veðmál á samtals sjö sem kastað er á undan fjórum, fimm, sex, átta, níu eða 10.
HARDWAYS VEÐMÁL
Hardways veðmálið felur í sér að veðja á hvaða, eða öll, pör af hardways, sem innihalda tvö og tvö, þrjú og þrjú, fjögur og fjögur, og fimm og fimm. Veðmálið borgar sig út ef akkúrat parinu er kastað, en tapar ef einhverri samsetningu af sjö er kastað eða auðveld samsetning af heildartölunni er kastað. Þetta felur í sér, til dæmis, að ef spilarinn leggur hart veðmál á fjóra, þá borgar veðmálið út ef teningarnir sýna tvo og tvo en tapar ef þeir sýna þrjá og einn.
Hardways veðmálamöguleikinn hefur húsbrún upp á 9.09% þegar sex eða átta er rúllað, eða 11.11% þegar fjórum eða 10 er rúllað.
BUY VEÐMÁL
Sum spilavítis craps borð gefa þér kost á að leggja undir „Buy Bet“. Þetta hefur húsbrún upp á 4,76% og greiðir út raunverulegar líkur á vinningi, en þú verður að borga húsinu 5% þóknun fyrir þann samning. Sum spilavíti innheimta aðeins þóknun ef þú vinnur, sem lækkar brúnina í 2% á fimm eða níu og 1,67% á fjórum eða 10.
CRAPS AFBRIGÐI
Hvort sem þú spilar teningaspil í spilavíti eða á netinu, þá finnurðu nokkra mismunandi heillandi craps leiki til að prófa! Grunnurinn að hverjum craps leik er sá sami, með sömu reglum, en það sem gerir þessi borð svo heillandi eru allir mismunandi veðmálaskilmálarnir, stuðlarnir og eiginleikarnir sem eru innifaldir í leikjunum.
CRAPLAUST CRAPS
Craplaust Craps, einnig kallað „Never Ever Craps“ eða „Ruse Craps“, var búið til með þá hugmynd að leikmaðurinn gæti aldrei tapað pass line veðmáli þegar hann kastar tveimur, þremur eða 12 í Come Out kastfasanum. Útgáfan af spilavítis craps er aðallega spiluð í Mississippi-fylki í Bandaríkjunum, en þú gætir komið auga á hana í nokkrum Live Casinos.
Craps er nú þegar talið hafa lægstu húsbrúnina af öllum fjárhættuleikjum, en þessi teningaleikur býður upp á enn betri líkur en flest craps borð. Af þessum sökum er það þó ekki leikur sem auðvelt er að komast að.
HIGH POINT CRAPS
High Point Craps er líka nokkuð hagstætt fyrir leikmenn. Það er vegna þess að craps númer tvö og þrjú eru algjörlega hunsuð þegar þau birtast á Come Out kastfasanum. Ef kastaða talan er tveir eða þrír þá er teningunum tveimur skilað til skyttunnar og kastað aftur. Vinningur er greiddur út ef 11 eða 12 er rúllað. Allar aðrar heildartölur verða notaðar sem stigið; leikmaðurinn verður að rúlla samtals hærra en stigið sem sett er til að vinna leikumferðina.
FYRSTU PERSÓNU NETCRAPS
Geturðu ekki stigið fæti inn á raunverulegt spilavítisgólf en vilt læra að spila craps? Ekkert mál! Farðu í spilavíti á netinu (EnergyCasino er frábært val) og spilaðu craps á netinu í staðinn.
First Person Craps virkar sem fullkominn upphafspunktur fyrir alla nýliða í netcraps. Í stað þess að kasta á móts við díler spilarðu gegn tölvu sem skýtur fyrir þig. First Person Craps hefur líka margar af sömu reglum og önnur craps spil, en spilunin er mun einfaldari og þess vegna hafa svo margir nýir spilarar tilhneigingu til að hefja craps ferilinn sinn með þessum hætti fyrst.
Og rúsínan í pylsuendanum er að First Person Craps er einnig fáanlegt í prufuham, þar sem þú færð að prófa alla eiginleika ókeypis! Prufuhamur getur verið mismunandi eftir lögsögu þinni.
CRAPS LIVE
Ef þú ert að leita að upplifun sem er næstum eins og raunverulegur craps leikur, þá er Craps Live frábært val. Craps Live er þróað af Evolution og er Live Casino útgáfan af tímalausa craps leiknum. Þegar þú kemur inn finnurðu glæsilegt stúdíó sem er skreytt í hátæknivæddustu vélfræði. Þú munt einnig njóta góðs af HD vídeóstreymi, svo þér mun næstum líða eins og þú sért í raun í stúdíóinu!
Það besta er að Evolution innihélt einnig nokkra einstaka eiginleika sem þú munt ekki geta fundið annars staðar:
- Tölurnar mínar – Þessi eiginleiki heldur utan um allar talnasamsetningar og útborganir, sem koma sér vel þegar áætlun er mótuð. Spilarar geta einnig lagt undir beint í gegnum þennan eiginleika.
- Easy Mode – Ef þú ert þreyttur á fyrstu persónu Craps en ert samt svolítið óviss með leikreglurnar geturðu prófað Craps Live í Easy Mode. Þessi leikhamur var hannaður til að koma til móts við byrjendur sem vilja spila leikinn með færri veðmálastöðum. Spilarar munu einnig njóta góðs af minna veðmálaneti með einföldustu veðmálastöðum sem völ er á.
- Tutorial – Stundum er besta leiðin til að læra hvernig á að spila craps að dýfa sér beint í djúpu laugina, en með raunverulegum peningum á línunni er það ekki alltaf svo auðvelt. Með tutorial hamnum geta leikmenn prófað spilunina án þess að tæma bankareikninginn sinn – eins og kynningarhamurinn í netspilakössum. Það er afar gagnvirkt og skemmtilegt og inniheldur sömu reglurnar, með einni undantekningu: leikmenn munu ekki geta unnið raunverulega peninga þegar þeir spila leikinn. En ef það er einhver eiginleiki sem mun hjálpa þér að auka craps þekkingu þína, þá er það örugglega þessi. Fáðu aðgang að kennsluefninu með því einfaldlega að smella á skyrtu- og bindistáknið sem er að finna á notendaviðmótinu.
- Tölfræði – Tölfræðiborðið er kraftmikill leikeiginleiki sem uppfærist stöðugt með rauntímaveðmálum og niðurstöðum annarra leikmanna. Þetta borð inniheldur líka fimm efstu teningatölurnar sem spilarar hafa veðjað á, sem og fimm efstu veðmálsstaðina sem spilarar hafa lagt undir á spilapeningana sína. Þú getur valið að leggja undir sama veðmál og aðrir spilarar ef þú ert enn ekki viss með veðmálavalkostina þína.
- Dealer Assist – Ef þú ferð í „stillingar“ valseðilinn finnurðu vélvirkjann Dealer Assist sem segir dílernum að halda vinningsboðunum þínum á teningaspilinu, tilbúnum fyrir næstu umferð.
CRAPS LÍKINDA TÖFLUR
Ertu að búa þig undir næst kast? Hafðu þessar craps stuðlatöflur við höndina áður en þú byrjar að setja niður spilapeninga.
BORÐVEÐ Í CRAPS
Heiti veðs | Veðmál | |
---|---|---|
Einkasts veð | ||
Svæði | 3, 4, 9, 10, 11, 2, 12 | |
Sjöa | 7 | |
Craps | 2, 3, 12 | |
Craps 2 | 2 | |
Craps 3 | 3 | |
Craps 12 | 12 | |
Ellefu | 11 | |
C-E | 2,3,12, 11 | |
Fjölkasts veð | Passlínu/pass | 7 eða 11 fyrir 2,3 ,12 |
Ekki pass | 2,3,12 fyrir 7 eða 11 | |
Come | 7 eða 11 fyrir come punkt | |
Don't Come | 2 eða 3 fyrir 7 eða 11 | |
Tökulíkur | Punktatala fyrir 7 | |
Lay líkur | 7 fyrir ákveðna punktatölu | |
Staður til að vinna | Tala sem er kastað fyrir 7 | |
Staður til að tapa | Tala kastað eftir 7 | |
Hardways | Báðir teningar sýna sömu tölu |
ÚTBORGANIR CRAPS VEÐMÁLA OG LÍKINDI
Heiti veðs | Veðmál | Útborgun | Húsbrún | |
---|---|---|---|---|
Einkasts veð | Svæði | 3, 4, 9, 10, 11 | 1:1 | 2,78% |
2, 12 | 2:1 | 5,56% | ||
Sjöa | 7 | 4:1 | 16,67% | |
Craps | 2, 3, 12 | 7:1 | 11,11% | |
Craps 2 | 2 | 30:1 | 11,11% | |
Craps 3 | 3 | 15:1 | 11,11% | |
Craps 12 | 12 | 30:1 | 11,11% | |
Ellefu | 11 | 15:1 | 11,11% | |
C-E | 2,3,12 | 3:1 | 11,11% | |
11 | 7:1 | 11,11% | ||
Fjölkasts veð | Passlínu/pass | 7 eða 11 fyrir 2,3 ,12 | 1:1 | 1,41% |
Ekki pass | 2,3,12 fyrir 7 eða 11 | 1:1 | 1,36% | |
Come | 7 eða 11 fyrir come punkt | 1:1 | 1,41% | |
Don't Come | 2 eða 3 fyrir 7 eða 11 | 1:1 | 1,36% | |
Tökulíkur | 4, 10 | 2:1 | 0% | |
5, 9 | 3:2 | 0% | ||
6, 8 | 6:5 | 0% | ||
Lay líkur | 4, 10 | 1:2 | 0% | |
5, 9 | 2:3 | 0% | ||
6, 8 | 5:6 | 0% | ||
Staður til að vinna | 4, 10 | 9:5 | 6,67% | |
5, 9 | 7:5 | 4,00% | ||
6, 8 | 7:6 | 1,52% | ||
Staður til að tapa | 4, 10 | 05:11 | 6,67% | |
5, 9 | 5:8 | 4,00% | ||
6, 9 | 4:5 | 1,52% | ||
Hardways | 4, 10 | 7:1 | 11,11% | |
6,8 | 9:1 | 9,09% |
LÍKINDI PASS OG COME VEÐMÁLA
Veðmál | Líkindi | Húsbrún |
---|---|---|
Pass eða Come | 1x | 0,80% |
Pass eða Come | 2x | 0,60% |
Pass eða Come | 3x | 0,50% |
Pass eða Come | 3x, 4x, 5x | 0,40% |
Pass eða Come | 5x | 0,30% |
Pass eða Come | 10x | 0,20% |
Pass eða Come | 20x | 0,10% |
Pass eða Come | 100x | 0,02% |
LÍKINDI DON’T PASS OG DON’T COME VEÐMÁLA
Veðmál | Líkindi | Útborgun | Húsbrún |
---|---|---|---|
Don’t Pass/ Don’t Come | 1x | Breytist með stigi | 0,70% |
Don’t Pass/ Don’t Come | 2x | Breytist með stigi | 0,50% |
Don’t Pass/ Don’t Come | 3x | Breytist með stigi | 0,30% |
Don’t Pass/ Don’t Come | 3x, 4x, 5x | Breytist með stigi | 0,30% |
Don’t Pass/ Don’t Come | 5x | Breytist með stigi | 0,20% |
Don’t Pass/ Don’t Come | 10x | Breytist með stigi | 0,10% |
Don’t Pass/ Don’t Come | 20x | Breytist með stigi | 0,07% |
Don’t Pass/ Don’t Come | 100x | Breytist með stigi | 0,01% |
LÍKINDU STAÐARVEÐMÁLA
Veðmál | Útborgun | Húsbrún |
---|---|---|
Staðar 6 eða 8 | 7:6 | 1,52% |
Staðar 5 eða 9 | 7:5 | 4,00% |
Staðar 4 eða 10 | 9:5 | 6,67% |
LÍKINDI KAUPVEÐMÁLA
Veðmál | Umboðslaun | Útborgun | Húsbrún |
---|---|---|---|
Kaup 6 eða 8 | 5% | 6:5 | 4,67% |
Kaup 5 eða 9 | 5% | 3:2 | 4,67% |
Kaup 4 eða 10 | 5% | 2:1 | 4,67% |
Kaup 6 eða 8 | Eingöngu sigurvegarar | 6:5 | 2,27% |
Kaup 5 eða 9 | Eingöngu sigurvegarar | 3:2 | 2,00% |
Kaup 4 eða 10 | Eingöngu sigurvegarar | 2:1 | 1,67% |
LÍKINDI CRAPS VEÐMÁLA
Veðmál | Útborgun | Húsbrún |
---|---|---|
2 | 30:1 | 13,89% |
12 | 30:1 | 13,89% |
3 | 15:1 | 11,11% |
11 | 15:1 | 11,11% |
Hvaða 7 sem er | 4:1 | 16,67% |
Hvaða craps sem er (2, 3 eða 12) | 7:1 | 11,11% |
Erfitt hopp | 30:1 | 13,89% |
Auðvelt hopp | 15:1 | 11,11% |
SPILAÐU CRAPS HJÁ ENERGYCASINO
Við höfum farið í gegnum craps hugtök, kafað ofan í reglurnar og krufið líkurnar. Nú skulum við skoða EnergyCasino upplifunina.
Til viðbótar við spil spilavítateninga í beinni útsendingu er kasínóið okkar heimkynni margra annarra kasínóleikja, þar á meðal spilakassa, lifandi borða, leikjasýninga og fleira!
Ferðastu til ókortlagðs landsvæðis eða kannaðu dýpi hafsins – spilakassa safnið okkar mun taka þig hvert sem er. Þú getur líka kíkt í Live Casino fyrir góða og gamaldags spilaleiki – eða craps ef þú ert í skapi til þess. Þú getur meira að segja kíkt á æðislegu leiksýningarnar okkar í beinni eða heimsótt Sportsbook fyrir heita leiki! Spilarar geta einnig sótt gefandi spilavítisbónustilboða. Mundu bara að lesa skilmálana.
Fyrir frekari ráð og trikk um hvernig á að spila craps, hoppaðu yfir á bloggið okkar, þar eru meðal aðferðir, veðmálakerfi og jafnvel craps siðareglur. Við munum ekki kenna þér hvernig á að vinna, en með leiðbeinandi hendi okkar muntu læra hvernig á að spila craps á skömmum tíma! Hvort sem þú vinnur eða tapar muntu alltaf skemmta þér við að spila craps á netinu á EnergyCasino.