EnergyCasino»Poker»Bestu ráðin og leikáætlanir fyrir netpóker

Bestu ráðin og leikáætlanir fyrir netpóker

Poker
2023 Jan 25 11 min read
article image

Þó það sé satt að hver sem er getur spilað peningaleiki — þar með talið netpóker — ættu allir netleikmenn að vera vel undirbúnir áður en þeir láta leið sína liggja að borðinu. Til að undirbúa þig fyrir rússíbanaferð netpókers höfum við hjá EnergyCasino Blog ákveðið að telja upp allar bestu netpóker leikáætlanirnar og ráðin sem við fundum.

Við skiptum þeim niður í viðráðanlega bita – þessi netpóker ráð gera þig sannarlega tilbúinn óháð því hvert reynslustig þitt er. Hvort sem þú ert þaulreyndur pókerspilari eða algjörlega nýr skaltu lesa pókerráðin hér að neðan til að koma þessu ævintýri af stað!

HVERJAR ERU REGLUR NETPÓKERS?

Að spila netpóker getur virst afar flókið fyrir þeim sem hefur ekki enn spilað póker. Í raun er þetta akkúrat hvers vegna það er mælt með því að komast upp á lagið með grunnatriði pókers áður en reynt er að spila netpóker.

Póker hefur ýmsar útgáfur, en í þessari færslu skulum við halda okkur við þá algengustu: Texas hold’em. Í þessari útgáfu verða pókerleikmenn að mynda bestu höndina með því að nota tvö spil sem þeim eru gefin ásamt fimm sameiginlegum spilum.

Hér flækjast málin fyrir byrjendur: ákveðin samsetning spila þarf til að mynda mismunandi pókerhendur. Kíktu á hefðbundnu pókerhanda stigaröðunina hér að neðan (frá sterkustu niður í veikustu höndina) og hvernig þær eru settar saman.

  • Royal Flush — Samanstendur af Á-K-D-G-10 í sömu sort og er besta pókerhöndin. Royal flush sigrar allar aðrar hendur og getur aðeins lent í jafntefli gegn öðru royal flush.
  • Straight flush — fimm spil í röð í sömu sort — næstbesta höndin. Straight flush sigrar allar hendur nema royal flush og hærri straight flush.
  • Fjögur eins — einnig kallað ferna og samanstendur af fjórum spilum með sama gildi, til dæmis fjórar níur. Þessi hönd sigrar allar hendur nema royal flush, straight flush eða aðra fernu með hærra gildi. Til dæmis sigrar ferna með fjórum gosum aðra fernu með fjórum níum.
  • Fullt hús — samanstendur af þremur eins spilum ásamt pari með öðru gildi. Til dæmis mynda þrjár áttur og tveir ásar fullt hús. Einungis royal flush, straight flush og ferna getur sigrað fullt hús. Ef tveir leikmenn eru með fullt hús sigrar sú hönd sem er með hærri spilagildi. Besta leiðin til að fá fullt hús er þegar vasaspar er gefið. Vasapör passa afar vel með fullu húsi þar sem aðrir leikmenn eiga ekki sömu líkur á því að fá eins fullt hús með þessum hætti.
  • Flush — samanstendur af fimm spilum í sömu sört sem þurfa ekki að vera í röð. Til dæmis tígul -tía, -átta, -fimma, -þristur og -tvistur mynda flush. Þó flush sé eftirsóknavert þá er það langt frá því að vera besta höndin í leiknum þar sem royal flush, straight flush, ferna og fullt hús getur unnið flush. Að því sögðu getur flush sigrað straight, þrennu, tvö pör, par og háspil.
  • Straight — samanstendur af fimm spilum í röð í ólíkri sort. Til dæmis K-D-G-10-9 í ólíkum sortum mynda straight. Væru spilin í sömu sort væri það straight flush. Straight sigra þrennu, tvö pör, par og háspil. Straight með hærra gildi eða hvaða hönd sem er sem er betri sigrar straight. Þú gætir tekið eftir frasanum „Broadway straight“, en það á við um bestu mögulegu straight höndina sem er 10 upp í ás.
  • Þrenna — þrjú spil með sama gildi mynda þrennu, en þrenna sigrar aðeins þrjár aðrar hendur: tvö pör, par og háspil.
  • Tvö pör — tvö pör samanstanda af einu pari af sama gildi og öðru pari af öðru gildi. Til dæmis tveir gosar og tvær drottningar. Tvö pör sigrar hvaða par og háspil sem er.
  • Eitt par — Par sem samanstendur einfaldlega af tveimur spilum af sama gildi, svo sem tvær drottningar. Eitt par sigrar háspil og í mestalagi par með lægra gildi.
  • Háspil — háspil er versta mögulega höndin. Höndin samanstendur af fimm spilum sem mynda enga af ofangreindum höndum. Háspil sigrar engar hendur nema annað háspil sem er lægra.

HVAÐ GERIST Í JAFNTEFLI?

Jafntefli — nokkuð algeng í þessum spilaleik, svo það er mikilvægt að vita hvað gerist þegar staðan kemur upp.

Í póker eru jafntefli útkljáð með því sem er kallað sparkari (e. kicker) eða háspil. Sparkarinn á við um spilin í höndinni sem eiga ekki þátt í því að mynda höndina. Til dæmis hafa hendurnar Á-Á-G-2-5 og Á-Á-8-6-3 báðar eitt ásapar. Restin af spilunum útkljá jafnteflið, þ.e.a.s. sparkararnir. Í þessu tilfelli sigrar fyrri höndin þar sem sparkarinn (G) er hærri en sparkari hinnar handarinnar (8).

Ef háspilið er það sama á báðum höndum er næsta háspil sparkarinn. Til dæmis ef jafnteflið er á milli Á-Á-10–5 og Á-Á-10-6-3 væri sparkarinn ekki tían þar sem báðar hendur eru með hana. Sparkarinn væri þar af leiðandi besta spilið þar á eftir, sem þýðir að fyrri höndin vinnur þökk sé sparkaranum (9) sem sigrar sparkara hinnar handarinnar (6).

Í tilfellum þar sem allir sparkararnir eru eins er það kallað algjört jafntefli (e. full ties). Gerist þetta er deilt pottinum í jafna hluta. Þetta á það til að gerast þegar hendur leikmanna samanstanda af fimm spilum þar sem það eru færri spil í boði til að virka sem sparkarar. Aftur á móti eru sparkarar algengari þegar það kemur að einu pari eða þrennu.

BESTU RÁÐIN OG LEIKÁÆTLANIRNAR Í NETPÓKER

Það sem aðskilur áhugamenn frá atvinnu pókerleikmönnum er staðreyndin að þeir síðarnefndu eru alltaf að leitast eftir því að betrumbæta leikhæfnina sína. Hvort sem það þýði að leikmenn lesi um póker eða horfi á uppáhalds pókerleikmennina sína spila live leiki þá mælum við með því að þú hafir puttann á púlsinum í þessum geggjaða spilaleik ef þú vilt virkilega betrumbæta þig.

Til að hjálpa þér að bæta færnina þína höfum við ákveðið að fara yfir nokkur pókerráð og leikáætlanir sem geta klárlega hjálpað þér að komast nær því að verða atvinnu pókerspilari, þó við lofum því ekki að þær láta þig græða peninga.

1) STUNDUM ER AGGRESÍF TAKTÍK LYKILATRIÐI

Hvort sem það er seðlaleikur eða pókermót þá er stundum eina leiðin til að fá sem mest út úr höndunum að spila aggresíft. Að spila rosalegar hendur rólega er oftast gert af lélegri leikmönnum sem eru ekki nógu öruggir með sig til að spila aggresíft og endar það nánast alltaf með sóaðri hönd.

Þegar góð hönd er gefin ættirðu að láta vaða og vera aggresífur — jafnvel splæsa í áframhaldandi veðmál. Það skiptir ekki máli hvort hinir leikmennirnir foldi eða ekki þar sem markmiðið þitt þegar þér er gefin góð hönd er að gera sem best úr því.

Ef þú ert að etjast við lélegan leikmann sem á það til að folda reglulega gætirðu náð að spila aggresíft með einföldum parahöndum.

2) KOMDU Á FÓT HANDASVIÐI OG HALTU ÞIG VIÐ ÞAÐ

Það sem við eigum við með orðatiltækinu „handasvið“ er það svið mögulegra handa sem þú veðjar á og eltist við í seinni umferðum. Í leikjum þar sem mikið er í húfi og netpóker mótum eiga leikmenn það til að breykka handasvið sitt eins mikið og hægt er til að næla sér í nægilega marga spilapeninga til að lifa búbbluna af.

Í leikjum þar sem lægra er í húfi væri ekki slæm hugmynd að minnka við handasviðið þitt (einn kallað að spila þétt). Þéttur leikmaður minnkar veðmálin við aðeins góðar hendur en foldar restinni. Með þessu aukast líkurnar á því að þú takir góðan pott með þér heim svo lengi sem höndin er spiluð rétt.

Hafðu í huga að það að spila þétt getur orðið þreytandi ef þú tapar sífellt gegn betri höndum og þar af leiðandi víkkar þú handasviðið þitt til að reyna að bæta upp fyrir tapaðar hendur. Í stuttu máli þá eru ráðin okkar að halda þig við ákveðið handasvið og hunsa tilhneiginguna til að spila lauslega.

3) REYNDU AÐ ENDURHÆKKA EFTIR FLOKKIÐ MEÐ GÓÐAR HENDUR

Pókerráð sem gæti hjálpað þér að fá sem mest út úr góðum höndum er að endurhækka eftir floppið. Gleymdu hefðbundinni hækkun! Ef höndin er sannarlega góð vertu þá viss um að þú fáir sem mest út úr henni með því að gera pottinn aðeins sætari fyrir floppið. Að vísu munu sumir leikmenn folda en restin mun sannarlega leggja til og gera hlutina meira spennandi. Í leikjum þar sem lítið er í húfu getur besta leiðin til að gera pottinn sætari verið að endurhækka fyrir floppið.

Sumir leikmenn gætu sagt að það verði oftast að endurhækka, jafnvel þó svo að höndin þín sé ekki svo góð. Við erum ekki viss með þessa skoðun þar sem þetta þýðir að þú fjárfestir meira í potti sem þú gætir ef til vill ekki átt neinn séns á að vinna. Á hinn bóginn gæti þetta hjálpað þér að vinna stóran pott ef hlutirnir ganga upp. Besta leiðin til að komast að því hvað virkar best fyrir þig er að prufukeyra báðar leikáætlanir og vega og meta árangurinn.

4) ERTU EKKI VISS MEÐ HÖNDINA? FOLDAÐU

Vasaásar eður ei, ekki hika við að folda ef veðstærðin er ekki eitthvað sem þú ert viss með. Ef fjöldi spilapeninga sem eru í húfi gætu komið þér í vandræði skaltu folda án eftirsjár. Að lifa til að berjast annan dag getur hjálpað þér að lifa lengur í bæði venjulegum pókerleikjum og pókermótum.

Að sama skapi getur verið heldur leiðinlegt að folda lélegum höndum, en það þýðir ekki að þú ættir að byrja að spila hendur til að verjast leiðindum. Það frábæra við hefðbundinn pókerleik er að góð hönd getur verið handan við hornið – gríðarlegur fjöldi handa er gefinn á klukkustund – svo ekki eyða tíma og peningum í að eltast við lélega hönd. Byrjaðu að folda lélegum höndum ef þú gerir það ekki nú þegar — fjárhagurinn þinn mun verður þakklátur.

5) KOMDU Á FÓT FJÁRHÆTTUSPILA FJÁRHAGSÁÆTLUN OG HALTU ÞIG VIÐ HANA

Talandi um fjárhag – besta póker leikáætlunin sem þú getur valið að fylgja er að spila aldrei póker án fjárhagsáætlunar. Í sannleika sagt er þetta ekki bara pókerstefna; að spila með fjárhagsáætlun er grunnatriði þegar kemur að því að spila fjárhættuspil.

Áður en þú leitast eftir því að spila fjárhættuspil ættirðu að hafa nákvæma hugmynd um fjárhagsáætlunina þína og þú ættir að halda þig við hana óháð því hver niðurstaða veðmálanna þinna er. Þegar spilað er netpóker er ekki góð hugmynd að leitast alltaf eftir því að græða. Það er betra að setja sér fjárhagsáætlun og teygja á fjárhaginum þínum eins mikið og mögulegt er á meðan þú lærir á leikinn.

Ein algengustu mistökin í póker er að henda fjárhagsáætluninni út um gluggann og veðja öllum peningnum þínum í einni lokatilraun til að bæta upp fyrir fyrra tap. Þetta er afar slæm hugmynd og endar oft með því að þú tapir meiri pening en þú lagðir upp með.

6) EKKI Í STUÐI TIL AÐ SPILA PÓKER? SLEPPTU ÞVÍ

Flestir netpókerspilarar eiga það til að spila jafnvel þótt þeir séu ekki í skapi til þess. Þetta getur endað með ósköpum. Að þvinga sig til að spila póker eftir slæman dag er sjaldan góð hugmynd þar sem þú munt freistast þess að spila aggresíft óháð því hvort það sé við hæfi eða ekki. Þetta leiðir að lokum til þess að fjárhagurinn þinn tekur á sig stóran og óhjákvæmilegan skell.

Áður en þú finnur þér pókerleik mælum við með því að taka stöðutékk til að sjá hvar þú ert staddur tilfinningalega. Ertu enn spældur yfir lélegum leik í gær? Finnst þér erfitt að aðskilja pirrandi lífsviðburði frá pókerleikjum? Í báðum tilvikum mælum við gegn því að spila. Ekki virða andlegan leik þinn að vettugi þar sem frammistaðan þín mun taka dýfu ef þú gerir það!

einhverjum tímapunkti mælum við með því að þú takir þér hlé þar til þú kemst aftur í stuðið. Allir bestu pókerspilarar heimsins taka sér pásur, svo afhverju ættir þú ekki að gera slíkt hið sama þegar pókerbatteríin þurfa smá hleðslu? Í öllu falli verða allir netpókerleikir enn á sínum stað á morgun svo það sakar ekki að taka sér pásu og koma aftur þegar þú ert upp á þitt besta.

7) LÆRÐU Á OG NOTFÆRÐU ÞÉR PÓKERMÓTASTEFNU

Hér er ráð handa keppnisleikmönnunum: notfærðu þér pókermóts leikstefnu! Það sem virkar á hefðbundnu pókerborði hentar ef til vill ekki í bæði leikjum þar sem lítið eða mikið er í húfi, og að gera ráð fyrir öðru eru stór mistök.

Að sigra netpókermót veltur á sigrunum sem safnað er í gegnum fyrri stig keppninnar á meðan sigurvegari hefðbundins pókerleiks fer einfaldlega eftir því hver notfærir sér höndina sína best. Eins og við minntumst á hér áður þá er hentug leikstefna að byggja upp þokkalegann spilapeningastafla í fyrri umferðum móts þar sem það kemur sér vel seinna í vandmeðförnum umferðum keppninnar. Búblan er þegar hlutir verða merkilega vandmeðfarnir, og fjárhagstap á því stigi gæti kostað þig viðveruna þína á mótinu.

Forðastu slík örlög með því að byrja mótið af krafti. Ekki spila hendur rólega í fyrri umferðum mótsins og reyndu að láta ekki góð tækifæri framhjá þér fara til að byggja upp það sem verður á endanum líflínan þín. Í stað þess að eltast við góða sigurtíðni skaltu reyna að næla þér í sigra með sem hæst verðgildi svo þú sért í góðum málum þegar það kemur að búblunni.

8) FORÐASTU AÐ HALTRA

Almennt séð forðast alvöru pókerfagmaður að haltra eftir bestu getu — foldar jafnvel þokkalega góðri hönd sé hann fastur í slæmri stöðu. Að haltra — það er að segja að calla stóru blinduna fyrir floppið — er almennt ekki ráðlagt nema höndin þín sé sérlega góð. Að vera fyrsti leikmaðurinn til að fjárfesta í pottinum af fyrra bragði er ekki góð staða þar sem hinir leikmennirnir sem gera á eftir þér geta endurhækkað og tekið pottinn fyrir sig.

Grunnur þessa pókerráðs er að það að hafa leikmann sem gerir á eftir þér er stór ókostur þar sem þeir hafa í raun mikla stjórn yfir þér með því að tékka eða calla eftir veðmálið þitt. Ef þeir hækka setja þeir alla aðra leikmenn í stöðu til að calla eða folda. Að ofhaltra er talin vera mun betra en að einfaldlega haltra. Að ofhaltra á einfaldlega við það að gera á eftir leikmanni sem haltraði. Þar sem margir leikmenn af gert á undan þér í þessari stöðu geturðu spilað aggressíft og stolið pottinum fyrir floppið, gefið að engir aðrir leikmenn hafi nægilega góða hönd til að calla.

Niðurlagið er að hver pókerstefna hefur sína kosti og galla svo á endanum er þetta spurning um að vega og meta stöðuna og taka sem besta ákvörðun. Við mælum með því að folda miðlungs eða lélegar hendur þegar þú gerir snemma þar sem þú endar fljótt í vandræðum ef leikmen sem gera á eftir þér veðja eða hækka.

9) SKYNJARÐU LÉLEGA HÖND? NOTAÐU VERÐGILDISVEÐMÁL

Verðgildisveðmál er veðstefna sem sumir leikmenn notfæra sér til að annaðhvort gera pottinn betri eða til að koma öðrum leikmönnum út úr pottinum. Það er frábært tól til að komast að því hvort andstæðingarnir eru með lélega hönd eða góða. Í tilfellum þar sem leikmenn eru ekki með góða hönd en halda áfram að tékka þá er markmiðið þeirra að komast í niðurlag leiksins með eins fáa spilapeninga í pottinum og hægt er. Í slíkum tilfellum, ef leikmenn veðja þokkalegri upphæð, geta þeir foldað án þess að það kosti þá of mikið.

Ef andstæðingurinn þinn virkar efins með að leggja niður veðmál gætirðu grætt á passífa leikstílnum þeirra með því að spila aggresíft. Að blöffa er leikstefna sem er sögð virka nokkuð vel ef þú hefur rétt fyrir þér. Á hinn bóginn gæti andstæðingurinn þinn verið að spila höndinni rólega sem gæti endað illa fyrir þig ef þú hefur ekki góða hönd.

Í verðgildisveðmáli verða leikmenn sem hafa verið að tékka allar umferðir ekki sáttir með að calla veðmálið þitt, sérstaklega ef það er stórt. Að því sögðu þá er þetta ekki alltaf tilfellið þar sem það er alltaf áhættuþáttur sem fylgir póker.

10) SPILAÐU PÓKER Í RÉTTU UMHVERFI

Það eru mörg atriði sem aðskilja áhugaleikmenn frá sigurströngum pókerspilurum. Stærsti munurinn á þeim er hve mikið þeir leggja á sig til að læra og æfa sig. Leikmenn í pókersamfélaginu sem vilja bæta hæfnina sína eiga það til að spila ekki einungis netpóker reglulega heldur gera þeir það í umhverfi með fáum hlutum sem trufla þá.

Ekki misskilja okkur: það er ekkert að því að spila póker til gamans. Að því sögðu þá ættirðu að prófa einhverja af ofangreindum 10 ráðum sem við töldum upp í þessari færslu ef þú vilt færa leikinn þinn upp um stig!

Fylgstu einnig með netpóker vefsíðum þar sem þú býrð til póker aðgang. Við mælum með því að leita að viðurkenndum netpókersíðum þar sem það dregur úr líkunum á því að síðan sé vafasöm. Leyfi frá Malta Gaming Authority (MGA), eða Curacao eru með virtustu leikjayfirvöldunum í bransanum og þýðir yfirleitt að síðurnar séu öruggar og traustar. Spilavíti án leyfis eða viðurkenninga eru líklegast svikamyllur þar sem aðalmarkmiðið þeirra er að láta þig tapa eins miklu og hægt er og komast yfir persónuleg gögn í leiðinni.

Síðast en ekki síst skaltu forðast að setja upp pókerhugbúnað til reyna að betrumbæta færnina þína. Sumir segja að það að setja upp flókinn hugbúnað sem fylgist með ákvarðanatökunni þinni sé lykillinn á bakvið það að gerast sigurstranglegur leikmaður, en þetta er ekki endilega satt. Byrjaðu á því að spila leiki þar sem lítið er í húfi og hefur litla stafla, með nægilegri æfingu geturðu fært þig yfir í leiki þar sem meira er í húfi.

HVER ER MUNURINN Á PÓKER Í HEFÐBUNDNUM SPILAVÍTUM OG NETPÓKER?

Þú veltir því vafalaust fyrir þér hver munurinn á því að spila netpóker og að spila í hefðbundnu spilavíti sé, svo hér er yfirlit yfir muninn.

Fyrst og fremst getur netpóker ekki veitt sömu upplifun og tilfinningu sem fylgir því að spila í raunverulegu spilavíti. Þó svo að fín grafík og skemmtilegar hreyfimyndir hjálpi pókersíðum að bjóða upp á það næstbesta þegar kemur að pókerupplifun þá er upplifunin einfaldlega ekki sú sama. Að því sögðu þá bjóða hefðbundin spilavíti upp á færri hendur á klukkustund miðað við netútgáfur spilavíta þar sem dílerinn þarf að safna saman og gefa út spil handvirkt. Síðast en ekki síst þá gerir það að spila póker í hefðbundnum spilavítum þér kleift að lesa svipbrigði annarra leikmanna þar sem þú sérð framan í þá og almenna líkamstjáningu — eitthvað sem er einfaldlega ekki hægt í netpóker.

SPILAÐU PÓKER HJÁ ENERGYCASINO TIL AÐ BÆTA PÓKERFÆRNINA ÞÍNA!

Hvort sem það er netpóker eða live póker þá þarftu ekki að leita lengra en EnergyCasino. Við erum með tugi pókerleikja í safninu okkar, þar á meðal fjölda Texas hold’em útgáfur og allskyns fleiri áhugaverð borð. Svo höfum við einnig fjöldan allan af live póker útgáfum sem eru flest allar þróaaðar af Live Casino risum eins og Evolution Gaming, Pragmatic Play og BetGames.

Ef þú vilt skipta um gír og prófa aðra netleiki þá er það einnig möguleiki. Farðu yfir í safnið okkar til að skoða hundruði borðleikja en þar höfum við sígilda leiki líkt og live rúllettu, live blackjack og live baccarat auk glænýrra útgáfna með einstökum hliðarveðmálamöguleikum og einstökum verðlaunum. Ef þú fílaðir þennan leikstefnu leiðarvísi og langar að læra meira um póker ættirðu að kíkja á EnergyWin bloggfærslurnar okkar. Við höfum skrifað og fjallað um allskyns önnur svið sem geta hjálpað þér að bæta pókerhæfnina þína svo ekki láta þetta tækifæri til að verða pókermeistari framhjá þér fara!